Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Síða 35
þveiti hinnar barnshafandi konu.
Þetta sanna orð hennar sjálfrar bezt:
,,Það var alls ekki ætlun mín að fara á
lögreglustöðina, en þegar ég kom nið-
ur á götuna, tók ég stefnuna á lög-
reglustöðina, án þess að vera það
Ijóst, fyrr en ég var komin þangað,
og þar meðgekk ég allt“. Samkvæmt
þessu breytti hún eins og í óráði og
— þrátt fyrir játninguna „ekki að
eigin ósk“.
Við þetta bætast ummæli frú APB:
„Fyrst þegar hún kom í fangelsið, var
hún kjaftfor, ósvífin og illviljuð, en
skyndileg breyting á henni. Hún varð
allt í einu góðlynd, opinská og blíð-
l.vnd'!. Þetta eru mjög athyglisverð
ummæli. Hversvegna varð þessi
skyndilega breyting? Jú — hið sjúk-
lega tímabil barnsþungans — tímabil
misskynjana og ímyndana, var á
enda, og með því einnig þetta sjúk-
lega og afbrygðilega, og þá kom allt
önnur manneskja fram í dagsljósið.
Og að lokum þetta: Ef þessi tæp-
lega tvítuga kona, sem varla er hægt
að segja að sé byrjuð hið raunveru-
iega líf, en er lömuð og skelfd, ef
hún verður aftur dómfelld og send í
þrælkunarvinnu til Síberíu með hvít-
voðung á handleggnum, hverjar verða
þá afleiðingar þess? Hvernig verður
háttað æfi þessarar ungu konu í tugt-
húsinu? Spiliist og for'nerðist ekki sál
hennar þar til fulls? Og það þó hin-
ar sterku líkur fyrir áhrifum barns-
þungans á gerðir hennar séu ekki af-
sannaðar? Ég endurtek það sem ég
sagði fyrir tveim mánuðum: „Það
er þó skárra að skjátlast í nafni misk-
unnseminnar en hefnigirninnar".
Verði þessu unga og óhamingju-
sama kona sýknuð, þá verður hlúð að
mörgu góðu og jákvæðu, sem er í fari
hennar, og hún glatast ekki. í fangels-
inu glatast eflaust allt gott í fari henn-
ar — þar er hún dæmd til glötunar.
Verði hún aftur á móti sýknuð, dreg-
ur hún lærdóma af þessari skelfilegu
b'fsreynslu, sem hún hefur öðlazt, og
það verður henni æfilöng vörn gegn
illvirkjum. Og jafnvel þó sál hennar
sé ill og hörð, hlýtur miskunnsemin
að hafa mýkjandi áhrif á hana. En
ég fullyrði, að hjartalag hennar er
hvorki illt né hart, og ég er ekki einn
um þá fullyrðingu.
Þá er niðurstaðan þessi: Er raun-
verulega ekki hægt að sýkna hana —
er ekki óhætt að hætta á að sýkna
hana?
Ásm. Jónsson þýddi.
30 TONN AF LÝGI
Togaraskipstjóri einn var á leið til
útlandsins í sölutúr og sendi skeyti
heim um aflamagnið. En þegax til
kom vóg aflinn 30 tonnum minna
heldur en skipstjóri hafði gefið upp
í skeytinu. —- Þá hraut einum háset-
anum þessi vísa af munni:
Mörgum þótti í manni þeim
mont á hæsta stigi
þegar hann sendi þráðlaust heim
30 tonn af lýgi.
Kaupendur!
Tilkynnið bústaðaskipti í síma 7500 eða 81077.
VINNAN og verkalýðurinn
73