Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Qupperneq 38

Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Qupperneq 38
ZÓPHÓNÍAS JÓNSSON: Álþjóðaþing byggingariðn- aðarmanna í Berlín Annað þing Alþjóðasambands byggingaverkamanna, faglærðra og ó- faglærðra og byggingariðnaðarmanna, var haldið í Austur-Berlín 17.—23. marz þ á. Þingið sóttu um 250 full- trúar frá 31 landi. Þar á meðal full- trúar frá 12 löndum sem ekki eru í sambandinu, voru þeir mættir þarna með málfrelsi og tillögurétti. Tveir íslendingar sátu þetta þing, Gunnar Össurarson trésmiður og Zóphanías Jónsson. Þarna voru mörg mál tekin til um- ræðu. Þó voru aðalmálin byggingar og húsnæðismál í þeim löndum er þarna áttu fulltrúa, og einnig kaup og kjör þeirra er vinna í þessum iðn- greinum. Skýrslur voru gefnar um uppbyggingu fagfélaga, tryggingar, öryggi á vinnustöðum, atvinnuleysi, og atvinnuhorfur og margt fleira, sem er sameiginlegt þessari vinnustétt í hvaða landi sem er. Samfara þessum málum og í órofa tengslum við þau var jafnan rætt um friðarmáiin í heiminum. Allir fulltrúarnir, sama af hvaða þjóð eða litarhætti þeir voru, áttu sér eitt sameiginlegt mark, það var að berjast fyrir friði og gegn stríði hvar í heimi sem væri. Allir voru sammála um það, að ailar kjara- bætur öll menningarbarátta væri dauður bókstafur einn ef friðarhug- sjónina vantaði. Rústir Berlínar, sem hvarvetna blöstu við færðu manni heim sanninn um að þetta tvennt var óaðskiljan- legt. Maður skildi það vel, þegar lit- ið er á hinar glæsilegu nýbyggingar, sem nú rísa hvarvetna í Austur-Ber- lín, að fólkið sem hefur byggt þessi hús og nýtur þeirra vill ekki að þeim verði breitt í múrhauga eftir stuttan tíma. Fólkið á eina hugsjón ofar öllu öðru: að fá að vinna í friði, að græða sár hinnar hræðilegu, nýafstöðu styrjaldar. Það var einkar fróðlegt, að kynnast því hvernig háttað er byggingarmál- um í hinum ýmsu löndum. Af þeim umræðum varð það ljóst að mikill meirihluti mannkynsins býr við hús- næði sem er annað hvort mjög lélegt eða allsendis ófullnægjandi. í nýlendunum og hálfnýlendunum býr fólkið við hörmulegan húsakost, flestir verða að sætta sig við að búa í leir eða strákofum með einu her- bergi sem öll fjölskyldan verður að halda til í. Húsnæði til almenningsþarfa er lítið, s. s. skólar, sjúkrahús og al- mennir skemmtistaðir o. fl. Læknar eru fáir og heilbrigðismál öll í mestu riðurlægingu. Herraþjóðirnar hafa lítið aðhafst til úrbóta í þessu efni, í stað þess hafa þær rúið þessar þjóðir af verðmætum og flutt þau úr landi, en skilið eftir sig örbirgð og menning- leysi. Það kom greinilega í ljós hjá ræðu- mönnum nýlenduþjóðanna, að fólkið er að vakna og heimta sinn rétt úr höndum drottna sinna. Hvarvetna eru þessar þjóðir að vakna til meðvitundar um rétt sinn til að njóta sjálfar þeirra auðæfa er lönd þeirra hafa að bjóða börnum sínum. Krafan um aukin mannréttindi verður stöðugt háværari En í stað þess að gefa fólkinu sinn rétt, er beitt þvingunarráðstöfunum, er gefa ekk- 76 VINNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.