Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Blaðsíða 41

Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Blaðsíða 41
stuðningi við verkfallsmenn, ekki sízt við verkfallsverðina, gjöfum og ýmis- konar aðstoð. Sérstaklega var skipu- lagning Kvenfélags sósíalista á veit- ingum til verkfallsverðanna lofsverð og kærkomin. í sambandi við stuðning við verk- fallsmenn er skylt að geta þess, að þ. 26. marz samdi Hafnarfjarðarbær og öll fyrirtæki hans um fullar kröf- ur verkfallsmanna, en það reyndist hafa mikla þýðingu fyrir allt verkfall- ið og stóð í öfugu hlutfalli við hina hrokafullu neitun Sjálfstæðisflokks- meirihlutans í bæjarstjórn Reykjavík- ur um að semja við verklýðsfélögin. Samningurinn í Hafnarfirði er óræk sönnun þess, hverju samstarf verk- lýðsflokkanna getur áorkað. Hefði hliðstæður meirihluti verið til stað- ar í bæjarstjórn Reykjavíkur, er lít- ill vafi á því, að gangur verkfallsins hefði orðið annar. Einn mikilsverðasti þáttur þeirrar aðstoðar, er verkfallsmenn nutu, var aðstoð Alþýðusambandsins, sem í einu og öllu lagði sig fram til þess að tryggja verkfallsmönnum sigur. Kom nú skýrt 1 ljós, hvaða sköpum það skipti, að verkfallsmenn áttu í sam- bandsstjórn vin, en ekki óvin. Mörg Verklýðsfélög úti á landi studdu verkfallsmenn með ráðum og dáð. En samtímis komu fram alvar- legar veilur verklýðshryfingarinnar á einstökum stöðum. Tilfinnanlegast var þó aflýsing hins boðaða verkfalls á Keflavíkurflugvelli, vinnusvæði hins erlenda hernámsliðs. — Eftir því sem á verkfallið leið, varð atvinnurekendum og ríkisstjórn æ ljósar, að baráttuhugur verkfalls- manna dvínaði ekki, heldur jókst. Þann 18. apríl var verkfall boðað í frystihúsunum í Reykjavík. Upp úr því fór að bera meir á Útifundurinn á Lækjartorgi 13. apríl. (Ljósm. Ó. Thorjacíus). VINNAN og verkalýðurinn 79

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.