Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Qupperneq 43

Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Qupperneq 43
Fylkingar hans voru enn samein- aðri, enn stæltari í verkfallslok en í byrjun þess. Um 3000 manns tóku þátt í þeim fundum verklýðsfélaganna þar sem samningarnir voru samþykktir. Af öllum þessum mikla fjölda greiddu langt innan við 100 manns atkvæði gegn samningunum, fyrst og fremst menn, sem í eldi baráttunnar hefðu talið rétt að halda verkfallinu áfram. í ýmsum félögum voru samningarn- ir samþykktir samhljóða. — Lærdómar þessa mesta verkfalls íslenzkra verkamanna og verka- kvennakvenna eru miklir og marg- víslegir og þarfnast vandlegrar at- hugunar. Hér verður látið nægja í biii, að minna á nokkur atriði. í þessu verkfalli braut verkalýð- urinn á bak aftur tilraun ofstækis- fyllsta hluta borgarastéttarinnar til þess að slá niður verklýðshreyfing- una og koma á fasisma í landinu. Verklýðnum tókst þetta, vegna frá- bærrar einingar sinnar, vegna traustr- ar og hygginnar forystu verkfalls- manna, vegna sigursins á síðasta þingi Alþýðusambands íslands. Verkfallið er stórfelld sönnun þess, að þegar verklýðsflokkarnir standa saman, ér verkalýðsstéttin ósigrandi afl, faglegt og stjórnmálalegt. Jafnframt því að taka til úrbóta innri veilur verklýðssamtakanna, fé- lagslegar, fjárhagslegar o. s. frv., þarf verkalýðurinn að stefna að því, að stjórnmálaleg eining hans verði ekki síðri en hin faglega. Undir því að það takist sem fyrst, eru ekki aðeins kaup og kjör komin, heldur frelsi og framtíð íslenzka verkalýðsins, islenzku þjóðarinnar. S T Ö K U R Stefnt í voöa viröist mér völtum gnoðum þegar skaps á boða brotna hér bylgjur liroðalegar. Ýtnsan vanda líður lund lostin eigin gremi Mannsins andi marga stund mettast órósemi Sveinbjörn Beinteinsson. VINNAN og verkalýðurinn er tímarit sem helgað er verkalýðssamtökun- um. Gerizt áskrifendur. Afgreiðsla og ritstjórn, Skólavörðustíg 19, sími 7500. VINNAN og verkalýðurinn 81

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.