Bergmál - 01.12.1952, Page 5
M 0 N I K A
Smásaga eftir Carl Rango
Konur koma manni alltaf á
óvart, á einn eða annan hátt. Og
ef til vill erum við karlmenn-
irnir mest hrifnir af þeim þess
vegna.
Um jólin verður mér alltaf
hugsað til þeirrar konu, sem
komið hefir mér mest á óvart
um æfina. Hún heitir Monika
Symre. í hvert skipti, sem ég
hitti hana, kom hún mér á óvart,
en allar mínar minningar um
hana hafa yfir sér jólablæ, blátt
áfram af þeirri einföldu ástæðu,
að ég heimsótti ávalt foreldra
hennar um jólin.
Foreldrar hennar, Walter og
Sonja Symre eru meðal beztu
vina minna og ég var æfinlega
gestur þeirra um jólin, þegar
ég var staddur í Kaupmanna-
höfn.
Ég var aðeins tuttugu og
tveggja ára þegar ég sá Moniku
3