Bergmál - 01.12.1952, Page 8
Bergmál ---------------------
þeim hjónunum, en grammó-
fónninn glumdi án afláts.
„Monika hefir boðið til sín
nokkrum kunningjum í kvöld,“
sagði frú Sonja.
„Það er mjög skiljanlegt,“
svaraði ég. „Hún hlýtur að vera
orðin fullvaxta núna.“
„Já, hún er tuttugu og fimm
í dag,“ sagði Walter.
Við gengum inn í hina stofuna
og horfðum á dansinn. Þarna
var glæsilegur hópur, glaðra og
ánægjulegra ungmenna í sam-
kvæmisklæðnaði. Monika kom
til mín.
„Sæll, frændi,“ sagði hún.
Ég verð að viðurkenna það,
að ég varð snortin af fegurð
hennar. Þarna stóð skyndilega
frammi fyrir mér fullvaxta
dama í bláum samkvæmiskjól
alsettum hvítum perlum. Axlir
hennar og handleggir voru
naktir og bakið að miklu leyti.
Barmurinn var hvelfdur. Hárið
mikið og fagurt, mjög ljóst.
„Þú ert sannarlega orðin
fullkomin dama, Monika,“ sagði
ég. Hún hló glaðlega.
„Og frændi er orðinn bæði
virðulegur og glæsilegur,“ sagði
hún. „Ég hefi alltaf haft dálæti
á þeim, sem farnir eru að grána
í vöngum. Því miður verður
-----------------Desember
pabbi ekkert gráhærður, hann
missir bara hárið.“
„Jæja, hvernig lízt þér á
hana?“ spurði Sonja.
„Mér finnst ég sjá ofsjónir,“
svaraði ég.
Monika leit tvíræðu augna-
ráði til móður sinnar. Svo tók
hún undir handlegg mér.
„Nú kemur tangó,“ sagði hún,
„eigum við að dansa?“
Ég dansaði við hana. Hún var
létt, sem fjöður í fangi mínu og
er ég snart nakið bak hennar,
var sem færi um mig rafmagns-
straumur. Hún var sannarlega
töfrandi fögur. Hún leit beint í
augu mér, eins og ögrandi.
„Má ég þúa þig?“ spurði hún.
Ég kinkaði kolli.
„Þú talar þannig, að maður
gæti haldið að þú værir gamal-
dags, — frændi!“
„Og þú — þú ert alveg full-
kominn fulltrúi nýja tímans —
ekki satt?“ Hún yppti öxlum.
Hún lokaði augunum andartak,
en svo leit hún aftur á mig.
„Manstu, þegar þú varst hér
síðast?“ spurði hún.
„Það eru víst fjórtán ár síð-
an, er það ekki? Þú barst mig
upp í herbergið mitt og lagðir
mig í rúmið, mannstu það?“
Ég gat ekki stillt mig um að
6