Bergmál - 01.12.1952, Page 14

Bergmál - 01.12.1952, Page 14
Bergmál hana. Ég mun reyna að nota eigin orð læknisins: „Þú þekkir líklega ekki,“ byrjaði hann frásögnina með veikri og óstyrkri röddu (sem er algeng afleiðing af því að taka óblandað Berezov duft í nefið). „Þú þekkir líklega ekki dómarann hérna, Mylov, Panel Lukich? ... Þú þekkir hann ekki? ... Jæja, það er svo sem sama.“ (Hann ræskti sig og þurrkaði sér um augun). „Jæja, þetta atvik gerðist, svo að ég segi þér nákvæmlega frá öllu, í Leut um miðjan leysingatím- ann. Ég var heima hjá honum — dómaranum, á ég við — og spilaði Kasino. Dómarinn okkar er bezti mað- ur og hefir gaman af Kasino. Allt í einu (læknirinn notaði iðulega þetta „allt í einu“) er sagt við mig: „Það er þjónn að spyrja eftir þér.“ Ég segi: „Hvað vill hann?“ Mér er sagt: „Hann er með bréf — það hlýtur að vera frá sjúklingi." „Fáið »mér bréf- ið,“ segi ég. Og það var reyndar frá sjúklingi — gott og vel — þú skilur — af þeim höfum við framfæri okkar ... En svo er bréfið: Það er kona, ekkja, sem hefir skrifað mér; hún skrifar: „Dóttir mín er að deyja. Kom- ið í guðanna bænum,“ skrifar --------------- Desember hún, „og það hafa verið sendir hestar handa yður ...“ Ja, það var ágætt. En hún er tuttugu mílur í burtu frá þorpinu og úti var svartamyrkur og vegirnir eins og þeir voru, þvílíkt! Og af því að hún var fátæk, voru varla horfur á meiru en tveim silfur- rúblum, og þær jafnvel óvissar; og kannske fengi ég ekki aðra þóknun en líndúksbút eða hafra- mélspoka. En eins og þú veizt: Skyldan fyrir öllu. Ef til vill er einhver meðbróðir að deyja. Ég fæ spilin í hendur Kalliopin, sem er í sýslunefndinni, og fer heim. Ég gái: gamall ryðgaður vagngarmur stóð við dyrnar, með dráttarklárum fyrir, of feit- um — allt of feitum — og þeir loðnir og ókembdir eins og hey- pokar. Og ekillinn með húfuna í hendinni í virðingarskyni. „Jæja,“ hugsa ég með sjálfum mér, „það er auðséð að þetta fólk kann aura sinna tal ...“ Þú brosir, en það skal ég segja þér, að fátækur maður eins og ég verður að gá að öllu ... Ef ekillinn situr eins og prins, og tekur ekki ofan og jafnvel grettir sig bak við skeggið, og sveiflar svipunni — þá geturðu hengt þig upp á sex rúblur. En ég sá, að þarna sveif annar andi yfir vötnunum. „En,“ sagði ég 12

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.