Bergmál - 01.12.1952, Qupperneq 16
Bergmál -----------------
er að,“ segi ég við hana. „Hún
lifir; hafið engar áhyggjur; þér
ættuð að hvíla yður, klukkan
er að verða tvö.“ „En þér vekið
mig, ef eitthvað ber upp á?“
„Já, já.“ Gamla konan fór og
systurnar hurfu til herbergis
síns. Það var búið um mig í stof-
unni. Jæja, ég fór í rúmið, en
gat ekki fest svefn, og það var
varla einleikið, því að ég var
mjög þreyttur. Ég gat ekki hætt
að hugsa um sjúklinginn minn.
Að lokum stóðst ég ekki lengur
mátið, ég reis upp allt í einu og
ég sagði við sjálfan mig: „Bezt
að fara og sjá hvernig sjúklingn-
um líður.“ Herbergið hennar lá
að stofunni. Ég fór fram úr og
opnaði dyrnar varlega — og því-
líkan hjartslátt, sem ég hafði!
Ég gáði inn: vinnukonan svaf
með munninn galopinn og
meira að segja hrjótandi —
ræfillinn að tarna! En sjúkling-
urinn sneri að mér í rúminu og
breiddi opinn faðminn á móti
mér, veslings stúlkan. Ég gekk
til hennar ... og þá opnaði hún
allt í einu augun og starði á
mig. „Hver er þetta? Hver er
þetta?“ Ég varð vandræðalegur.
„Verið rólegar, ungfrú,“ segi ég,
„ég er læknirinn; ég kom til að
sjá, hvernig yður liði.“ „Þér,
læknirinn?“ „Já, ég er hann;
-------------- Desember
móðir yðar sendi eftir mér til
þorpsins; það er búið að taka
yður blóð, ungfrú; farið þér nú
að sofa og eftir einn til tvo daga,
ef guð lofar, getið þér farið á
fætur aftur.“ Já, já, læknir, lát-
ið mig ekki deyja — ekki deyja.“
„Því segið þér þetta? Guð hjálpi
yður!“ Hún er búin að fá hita
aftur, hugsa ég með mér; ég
þreifaði á slagæðinni, jú, hún
var búin að fá hita. Hún leit á
mig og tók svo í hönd mína: „Ég
skal segja yður, hvers vegna ég
vil ekki deyja, ég skal segja
yður ... Við erum ein núna. En
segið þér bara ... segið þér bara
ekki ... ekki neinum ... Hlust-
ið ...“ Ég laut niður að henni;
hún hreyfði varirnar við eyra
mitt, hár hennar snart kinn
mína. Ég skal segja þér, að ég
varð alveg utah við mig — og
fór að hvísla ... Ég skildi ekk-
ert, hvað hún var að fara .. .
Hún var með óráði! ... Hún
hvíslaði og hvíslaði, en svo
hratt ,alveg eins og það væri
ekki rússneska; að lokum hætti
hún og hneig með skjálfandi
höfuðið niður á koddann og á-
minnti mig með fingrinum:
„Munið það, læknir, að segja alls
engum.“ Ég róaði hana einhvern
veginn, gaf henni að drekka,
vakti vinnustúlkuna og fór.“
14