Bergmál - 01.12.1952, Síða 17

Bergmál - 01.12.1952, Síða 17
1 952 ------------------------ Þegar hér var komið sögu, fékk læknirinn sér duglega í nefið og virtist í fyrstunni vera í algleymi af áhrifunum. „En,“ hélt hann áfram, „gagn- stætt því, sem ég hafði búizt við, var sjúklingurinn engu betri daginn eftir. Ég velti þessu lengi fyrir mér og réð með mér að lokum að dveljast um kyrrt, þótt aðrir sjúklingar mínir kynnu að bíða mín ... Og þú veizt, að það verður að taka tillit til þess líka; annars getur atvinnan dregizt saman. En í fyrsta lagi var sjúklingurinn í lífshættu, og í öðru lagi, svo ég dragi ekkert undan, þá var mér orðið mjög hlýtt til hennar. Og auk þess féll mér fólkið allt vel í geð. Þótt fátæktin væri aug- sýnilega mikil, þá voru þau, ef svo mætti segja, óvenjulega menningarlegt fólk ... Faðir þeirra hafði verið lærdómsmað- ur, rithöfundur; hann dó auðvit- að fátækur, en honum tókst að mennta börn sín sérlega vel áð- ur en hann féll frá. Hann lét líka eftir sig mikið af bókum. Ég get fullyrt, að öllum á heim- ilinu var mjög hlýtt til mín, hvort sem það var af því, hve annt ég lét mér um sjúklinginn eða af einhverjum öðrum ástæð- um ... Vegirnir voru líka mjög ---------------- Bergmál ógreiðfærir og það mátti heita, að engar samgöngur væru við borgina. Það reyndist meira að segja fullerfitt að ná meðölum frá þorpinu ... Veiku stúlkunni batnaði ekki ... Einn dagur leið af öðrum ... en ... en .. .(lækn- irinn þagði tímakorn). „Satt að segja veit ég varla, hvernig ég á að koma orðum að því ...“ (Hann fékk sér aftur í nefið, hóstaði og renndi niður tesopa). „Svo ég gangi beint að efninu og segi eins og var. Sjúklingur- inn minn ... hvað ætti ég að segja? ... Ja, hún var orðin ást- fangin af mér ... eða öllu held- ur, hún var ekki ástfangin bein- línis .. .en samt ... hvernig ætti ég að koma orðum að því?“ (Læknirinn horfði í gaupnir sér og roðnaði). „Nei, annars,“ hélt hann áfram í flýti, „ást var það vissulega! Enginn skyldi ofmeta sjálfan sig. Hún var menntuð stúlka, gáfuð og vel lesin, en ég er búinn að gleyma, bókstaflega sagt, næstum allri minni latínu. Hvað útlit snertir,“ (læknirinn leit niður eftir sjálfum sér og brosti), „þá er það víst ekkert til að hælast af. En drottni þókn- aðist að gefa mér sæmilega greind; ég get greint svart frá hvítu, og mér er ekki alls varn- að í almennri þekkingu. Til 15

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.