Bergmál - 01.12.1952, Page 22

Bergmál - 01.12.1952, Page 22
BergmAl Desember eyevna, sýnið yður sjálfri lin- kind,“ segi ég. „Hvers vegna,“ segir hún, „hvað þarf ég að var- ast? Þér vitið, að ég er að deyja ..Og þetta endurtók hún í sífellu ... „Ef ég vissi, að ég ætti eftir að lifa lengur og vera áfram ung og siðlát stúlka, þá ætti ég að fyrirverða mig ... að sjálfsögðu mundi ég fyrir- verða mig ... en hví á þessari stundu?“ „En hver hefir sagt, að þér væruð að deyja?“ „Nei, nei, hættið; þér getið ekki blekkt mig; þér kunnið ekki að skrökva — horfið á yðar eigið andlit ...“ ,„Þér lifið, Alexandra Andrey- evna; ég mun lækna yður. Við biðjum móður yðar um blessun sína ... yið munum ekki skilja aftur — við verðum hamingju- söm.“ „Nei, nei, ég hefi yðar eigin orð; ég hlýt að deyja ... þér hafið lofað mér því ... þér hafið sagt það ...“ Þetta var beiskur biti fyrir mig — og það af mörgum ástæðum. Og taktu nú eftir, hverju smámunir geta stundum valdið. Það virðist ekki ekki skipta miklu í fyrstu, en það svíður undan því. Henni datt í hug að spyrja mig um nafn; ekki um ættarnafnið, held- ur skírnarnafnið. Og ég þurfti endilega að vera kallaður Triff- on. Já, þvílíkt, Triffon Ivanich. Allir í húsinu kölluðu mig lækn- inn. En hvað stoðaði það? Ég segi: „Triffon, ungfrú.“ Hún gretti sig, hristi höfuðið og taut- aði eitthvað á frönsku — auð- vitað eitthvað ekki af betra taginu — og svo hló hún — hló ónotalega. Jæja, en ég var hjá henni alla nóttina. Fyrir dögun fór ég og mér fannst ég vera að ganga af vitinu. Þegar ég kom aftur inn í herbergið hennar, var kominn dagur og átti að fara að bera fram morgunteið. Guð minn góður! Ég þekkti hana varla aftur; líkið í gröfinni lítur mun betur út en hún þá. Ég get svarið við æru mína, að ég get ekki skilið — alls ekki skilið með nokkru móti — hvemig ég fór að því að lifa þetta af. í þrjá daga og þrjár nætur lá sjúklingur minn milli heims og helju. Og slíkar nætur! Og allt það, sem hún sagði við mig! Síð- ustu nóttina sat ég hjá henni — reyndu að gera þér þetta allt í hugarlund — og ég bað til guðs: „Taktu hana,“ sagði ég, „taktu hana fljótt og mig með henni.“ Allt í einu kemur gamla konan óvænt inn í herbergið. Ég hafði sagt þegar kvöldið áður við hana — móðurina — að nú væri lítil von um hana og bezt væri að senda eftir presti. Þegar sjúka 20

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.