Bergmál - 01.12.1952, Síða 24

Bergmál - 01.12.1952, Síða 24
LÆRIÐ AÐ LIFA Grein eftir Dorothea Brande. Eftirfarandi grein er lítill útdráttur eða sýnishorn úr bók, sem út kom í Bandaríkjunum fyrir stuttu síðan og vakti gífurlega athygli. Höfundur bók- arinnar, frú Dorothea Brande, er vel þekkt ,sem rithöfundur og fyrirlesari og í þessari bók segir hún frá ýmsu því, sem orðið hefir henni lyftistöng í lífinu og hún telur aðal-orsök vel- gengni sinnar. Hún er óvægin og að margra dómi ósanngjörn, er hún fullyrðir, að í flest- um mönnum búi sjálfseyðileggingar- hvöt. En hún er órög að fullyrða, að hún geti kennt mönnum að lifa lífinu betur og réttar en menn geri yfirleitt. Það er óneitanlega margt athyglis- vert og sérkennilegt, sem hún segir, og engin undur, þótt hún hafi vakið sérstaka athygli með bók þeirri, er hér er skyggnzt í. Sá tími og orka, sem mörg okkar eyða í það eitt, að láta okkur mistakast, gæti örugg- lega enzt til að vinna stóra sigra og glæsileg afrek. Þetta virðist hið heimskulegasta öfugmæli. En svo er þó ekki. Þetta er blá- kaldur sannleikur, sem mætti verða oss öllum nokkurt íhug- unarefni. Gerum ráð fyrir, að maður nokkur ætti að mæta á ákveðn- um stað og stundu 100 mílur fyrir norðan heimili sitt. Ef hann mætti þarna á tilteknum tíma, væri honum tryggð heilsa, hamingja og velmegun, það sem eftir væri ævinnar. Hann hefir rétt nægilegan tíma til að kom- ast á áfangastað, og nákvæm- lega það benzín á bílnum sín- um, sem til þarf. En hann álítur, að það muni vera meira gaman að aka fyrst 25 mílur til suðurs, áður en hann leggur af stað til stefnumótsins. Hvílík hringa- vitleysa, finnst okkur, en þó er þetta ekki ósjaldan það, sem við gerum, þegar til þess kemur að standa við loforð, er við höf- um gefið sjálfum okkur. Við ökum, ef svo má segja, í öfuga átt. Okkur mistekst, þar ) ' 22

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.