Bergmál - 01.12.1952, Síða 26

Bergmál - 01.12.1952, Síða 26
Desember Bergmál ---------------------- komið má vera, að við reynum að afsaka mistök okkar og að- gerðarleysi með erfiðum heim- ilishögum eða öðru þess hátt- ar. Flest verðum við að velja milli þess að vinna fyrir brauði okkar eða svelta ella. Af því leiðir, að sú vinna, sem undir slíkum aðstæðum fellur okkur í hlut, er langoftast ekki sú, sem við erum bezt fallin til að eðl- isfari. Þetta atriði eitt út af fyrir sig, er nægilegt til að skýra að verulegu leyti, hversu fám okk- ar tekst að láta áform okkar verða að veruleika. I fyrstu er það fastur ásetningur okkar að missa ekki sjónar af markinu, heldur vinna að því með öllum ráðum, nota kvöldin, frídagana og sumarleyfin til þess að vinna að framgangi þeirra. En vinnudagur frá kl. 9 til 5 á daginn er ótrúlega þreytandi, og það þarf nærri ofurmannlega sjálfsafneitun til þess að vinna, þegar allir aðrir skemmta sér. Án þess við verðum þess vör, drögumst við inn á það lífsvið- horf og tökum upp það líferni, er einkennir þá, sem haldnir eru sjálfseyðileggingarhvöt — löng- uninni til þess að leggja í rúst framkvæmd okkar eig- in drauma og vona um af- rek og sigra. Við drögnumst gegnum lífið án þess að leggja fram skyldugan og eðlilegan skerf okkar til samfélagsins, án þess að uppgötva hvað í okkur sjálfum býr, án þess að hafa nýtt nema örlítið brot af hæfi- leikum okkar. Flest dyljum við umheiminn hrakfara okkar og ósigra, en bezt dyljum við slíkt fyrir sjálfum okkur. Það er sem sé ekki svo mjög erfitt að láta sér sjást yf- ir þá staðreynd, að við gerum miklu minna en við gætum, framkvæmum sáralítið af jafn- vel hinum varlegustu áformum okkar og aldrei allt það, er okk- ur hafði dreymt um. Ein ástæða þess, hversu auð- velt það er að dylja sjálfan sig mistökum, ósigrum og aðgerð- arleysi, er sú, að svo virðist sem við komumst að þegjandi, gagn- kvæmu samkomulagi við vini okkar og kunningja: „Minnstu ekki á mín mistök við mig, þá skal ég ekki svo mikið sem gefa í skyn, að þú gerir ekki allt það, er ég get framast vænzt af þér.“ Því miður eru sjúkdómsein- kenni sjálfseyðileggingarhvat- arinnar ekki jafn augljós og t. d. mislinga. En því miður eru 24

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.