Bergmál - 01.12.1952, Page 32

Bergmál - 01.12.1952, Page 32
Desember Bergmál ----------------------- er mestu máli skipta í þessu sambandi: 1. Fyrsta æfingin er sú, að segja ekkert í eina klst. daglega nema sem svar við beinum spurningum. Þetta skyldi gert meðal þess fólks, sem við venju- lega umgöngumst. Svarið spurn- ingunum beint og án allra útúr- dúra. Þetta reynist flestum býsna erfitt. Flestir svara án þess að vita nákvæmlega hvað þeir ætla að segja, gefast upp í miðju kafi, byrja á nýjan leik, enda svo með því að þagna og hugsa málið og koma loks með sæmilega skýrt svar. 2. Temjið ykkur að hugsa hálftíma á dag, eingöngu um eitthvað eitt, hvað svo sem það nú er. Byrjið á viðfangsefni, sem þér hafið áhuga fyrir. 3. Skrifið sendibréf án þess að nota nokkru sinni eftirfarandi orð: ég, mig eða minn. 4. Talið í fimmtán mínútur daglega, án þess að nota orðin: ég, mig eða minn. ö.Skrifið bréf, sem er hlutlaus frásögn, nákvæm og ýkjulaus, helzt um viðfangsefni, sem þér hafið leyzt vel af hendi. 6. Nemið staðar á þröskuldi herbergis, sem fullt er af fólki, og gerið yður grein fyrir afstöðu yðar og sambandi til hvers og eins, sem í herberginu er stadd- ur. Þetta er gamalt ráð og gagn- legt, ef þess er gætt að nota það ekki til þess að vera yfirborðs- legur eða sleikjulegur, heldur gera sér glögga grein þess, með hverjum við getum helzt átt samleið. 7. Þessu næst má reyna gamla aðferð, sem mjög var í tízku á 17. öld í Frakklandi. Látið nýja kunningjann tala sífellt um sjálfan sig, án þess þó að láta hann verða þess varan, að þér gerið þetta af ásettu ráði. Þetta er gagnlegt til þess að venja okkur á að taka tillit til ann- arra, en það gerir okkur einn- ig fært að kynnast hinum nýja kunningja og mynda okkur xskoðun um það, hvort við vilj- um kynnast honum frekar og ef svo er, þá hvað við eigum sameiginlegt. 8. Þessi æfing er fólgin í því, að gera hið gagnstæða við það, sem hér á undan var nefnt; þ. e. tala eingöngu um sjálfan sig, án þess að grobba, kvarta eða láta á- heyrendum okkar leiðast. — Þetta mun fljótlega venja jafn- vel hinn sjálfumglaðasta og sjálfhælnasta mann, af þeim vana sínum að tala mest um sjálfan sig. 9. Ef þér hafið vanið yður á 30

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.