Bergmál - 01.12.1952, Side 33
19 5 2
einhver orðatiltæki eða setn-
ingar, sem þér notið í tíma og
ótíma, t .d.: ég meina, sko, o. s.
frv., þá farið til einhvers góðs
vinar yðar og biðjið hann að
gefa merki í hvert sinn, er þér
notið þessi steinrunnu, merk-
ingarlausu orðasambönd eða
orð.
10. Gjörið nákvæmlega tíma-
áætlun um störf yðar fyrir 2
tíma dagsins og fylgið henni
skilyrðislaust og út í yztu æs-
ar.
11. Hér kemur æfing, sem
mörgum mun þykja einkenni-
leg og vera erfið í framkvæmd
og einnig finnast hún nokkuð
út í loftið. En það er einmitt
hin gerræðisfulla þvingun, sem
hún hefir í för með sér, er gefur
henni gildi. Farið 20 mílur frá
heimili yðar án þess að taka
leigubíl. Verið 12 stundir mat-
arlausir, ef heilsa yðar leyfir
það. Fáið ykkur að borða á ein-
hverju veitingahúsi, sem er af-
skekkt og lítið sótt. Segið ekki
aukatekið orð, nema sem svar
við spurningum. Verið á fótum
heila nótt og vinnið. Þetta síð-
asta átriði er mjög gagnlegt.
Vinnið hljóðlega og án afláts og
látið ekki undan löngun yðar
til að ganga til svefns. Aðeins
þeim, sem þetta hafa gert, er
------------------ Bergmál
ljóst, að til eru ósnortnar auð-
lindir hugsana og hæfileika 1
sálardjúpum okkar, sem er
sjaldan hreyft við, sökum
þess hversu vön við erum að
gefast upp, strax er við finn-
um til þreytu.
12. Reynið í einn dag að verða
við hverri einustu s-anngjarnri
bæn, sem þér eruð beðinn.
Þér munuð komast að raun
um, að þetta færir yður ótrú-
lega nærri raunverulegum
vandamálum lífsins og kemur
yður í kynni við marga athygl-
isverða einstaklinga og hagi
þeirra.
Bjössi litli vissi ekki að mamma
hans gæti heyrt til hans og leyfði sér
því að ausa úr sér heilu safni af fúk-
yrðum.
„Komdu hingað," kallaði mamma
hans. Og Bjössi litli kom með tregðu.
Hann bjóst ekki við neinu góðu.
„Ég vona það, góði minn, að þú lát-
ir aldrei nokkurn mann heyra annað
eins til þín framar."
„Já, en mamrna," sagði Bjössi ves-
ældarlega. „Shakespeare notar þessi
orð.“
„Þá máttu aldrei leika þér við hann
framar."
★
Það er yfirleitt hættulegra að gera
mönnum greiða, heldur en hitt, að
gera þeim til bölvunar.
31