Bergmál - 01.12.1952, Síða 36

Bergmál - 01.12.1952, Síða 36
B E R G M Á L -------—--------—- DeSEMBER Þetta er SAMUEL GOLDWYN kvik- myndaframleiðandi frá Hollywood. — Hann er sagður hafa unnið meira og minna síðastliðin 14 ár við undirbún- ing kvikmyndarinnar um H. C. Andersen. Sam Goldwyn hefir unnið að undanfarin 14 ár. Þessi kvik- mynd er þegar orðin umtöluð um allan heim, vegna mótmæla Dananna og óánægju yfir því að Danny Kaye fari með aðal- hlutverkið. Frumsýning kvikmyndarinn- ar á að fara fram núna um jól- in á tveim stöðum samtímis, eða í Grauman’s Chinese Theatre í Hollywood og einnig í Astor- Teatre í New York. Það er gert ráð fyrir, að um 400 milljónir manna í heiminum muni vilja sjá þessa kvikmynd og þarf ekki að efa það, að frægð H. C. Andersens verður mun meiri eftir en áður, auk þess, sem heimaland hans, Danmörk, nýtur jafnframt góðs af þessari einstæðu auglýsingu. Danir hafa nú loks sætt sig við þá tilhugsun, að grínleikarinn Danny Kaye leiki hinn dáða H. C. Andersen, einkum eftir að fyrrverandi forsætisráðherra þeirra, Hans Hedtoft hafði séð myndina, hann var fyrsti Dani, sem fékk að sjá hana fullgerða, og sagði eftir á, að hún væri: „töfrandi fögur og heillandi lit- kvikmynd, sem gerð er af ást og fullri virðingu fyrir voru mikla æfintýraskáldi.“ Danny Kaye syngur níu söngva í myndinni og hann syngur þá flesta sitjandi (að- eins tvo söngva standandi) og án allra skrípaláta og tilgerðar, sem hann er þekktastur fyrir, enda er þetta fyrsta kvikmynd alvarlegs eðlis, sem hann hefir leikið í. DANNY KAYE er fæddur 18. janúar 1913 í New York og heitir David Daniel Kominsky. Faðir hans var nefnilega rúss- neskur hestatamningamaður, 34

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.