Bergmál - 01.12.1952, Page 37

Bergmál - 01.12.1952, Page 37
1952 sem fluttist búferlum til Banda- ríkjanna og gerðist dömuklæð- skeri í New York. Danny varð snemma að byrja að vinna fyrir sér og lagði stund á margt, t. d. að selja ís, selja líftryggingar, dansa og síðar syngja, en náði hvergi veruleg- um árangri fyrr en hann kynnt- ist Sylviu Fine. Hún sá strax að hann hafði sérstæða hæfileika og samdi fyrir hann vísur, sem lagði grundvöllinn að frægð hans. Þau giftust, en bjuggu stutta hríð saman og skildu brátt aft- ur, en þrátt fyrir það hélt hún áfram að semja vísur fyrir hann. Danny Kaye hafði leikið í ýmsum leikhúsum bæði í Ame- ríku og Englandi í meira en tíu ár áður en honum tókst að vekja nokkra verulega athygli, og það er ekki fyrr en árið 1944, sem hann „slær í gegn“ svo um munar. Nú er hann orðinn heimsfrægur og talinn einn fremsti grínleikari heimsins. Suraum gagnrýnendum hefir fundist að hann væri of galsa- fenginn á leiksviði, jafnvel svo, að nálgaðist „hystery“, en aðrir telja hann afburða snilling. Hon- um er ekki stirt um tungutak, eins og þeir vita, sem hafa séð hann í kvikmyndum. Sagt er að ----------------- Bergmál hann geti sungið 150 til 175 orð á mínútunni. Danny Kaye segir aldrei neina fyndni á leiksviðinu — hann klæðist aldrei neinum sérstök- um leiksviðsbúningi — er venju- lega í gráum fötum —• málar sig aldrei í andliti — þekkir ekki nótur — og spilar ekki á nokk- urt hljóðfæri. — En hann get- ur sungið og blístrað, svo að á- heyrendur verða að halda um magann til að rifna ekki af hlátri. Amerískur herforingi var nokkra daga í heimsókn þar sem iðulega voru gerðar loftárásir. Hann veitti því at- hygli, að hermennirnir á þessum stað, létu sér mjög annt um einhvern Jack- son. Þegar loftárás hófst, hugsuðu þeir fyrst og fremst um það, að Jack- son kæmist sem fyrst í loftvarnaskýl- ið, áður en þeir hugsuðu um sjálfa sig, og þegar loftárásin var hjá liðin hrópaði hver eftir annan. „Hvernig líður þér, Jackson," eða „er Jackson ekki ómeiddur." Herforingjanum fannst þetta einkennilegt og spurði einn hermanninn hverju þetta sætti. „Ég skal segja yður það,“ svaraði her- maðurinn. „Þessi Jackson skuldar okkur flestum meira og minna af peningum." ★ Hið illa hrósar oft sigri, en það sigrar aldrei. Flestir menn umgangast minningar sínar af olltof mikilli léttúð. 35

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.