Bergmál - 01.12.1952, Side 39

Bergmál - 01.12.1952, Side 39
1952 en dökkar útlínur fjallstopp- anna skáru þó skemmtilega af við dimmbláan himinninn. Við þrír, Wilmore, Marcus og ég vorum með þeim fyrstu, sem mættu í litla samkomuhúsinu Kínverjanna. Við settumst því á tröppurnar og reyktum pípurnar okkar. Við vorum hljóðir og hugsandi og horfðum dreymandi á fjalla- hringinn í vestri, sem teygði sig óslitið alla leið norður að hinu feiknþrungna hálendi Tibet. Að stuttri stund liðinni var komið kolniðamyrkur og við sá- um það af bjarmanum frá fjölda vasaljósa að strákarnir úr hin- um bröggunum voru á leið nið- ur eftir til okkar. Þegar strákarnir fóru að hóp- ast að dyrum samkomuhússins svo að við gátum greint andlit þeirra, tókum við eftir því, að þeir voru allt aðrir menn þenn- an dag, heldur en vant var. Það voru ekki einkennisbúningarn- ir eða hálsbindin, sem ollu því, að þeir voru breyttir, annars var það óvenjulegt að sjá þá svona klædda. Andlit þeirra voru al- varleg og hátíðleg og úr aug- um þeirra lýstu einhver óvenju- leg hughrif. Skyndilega fann ég til óvenju sterkrar heimþrár. Mér fannst ------------------ Bergmál ég vera aleinn og yfirgefinn í ókunnu og óviðfelldnu landi. Hvers áttum við annars að gjalda, svo að við værum ein- angraðir hér í fjalllendi Vestur- Kína? Og hvenær mundum við komast heim? Eða, mundum við yfirleitt nokkurn tíma komast heim? Mér varð hugsað til jólanna heima í Wisconsin eins og þau voru áður fyrr, og um öll þau smáatriði, sem gerðu þau að raunverulegum jólum. „Það er víst bezt fyrir okkur að hafa okkur inn, annars fáum við ekkert sæti ...“ sagði Wil- more. Litla samkomuhúsið var troð- fullt. Þetta var einlyft hús, rauð- málað að innan, og hafði máln- ingin víða dottið af végna rak- ans og sá í bera veggina. Einhver hafði árangurslítið reynt að skreyta húsið greni- greinum. Stuttu eftir að við vorum seztir, á einn af öftustu bekkj- unum, hófst guðsþjónustan. Hún var mjög fábrotin; einn eða tveir sálmar voru sungnir og því næst kom mjög stutt ræða, og að lokum las presturinn fæð- ingarsögu Jesú í Nýja-Testa- mentinu. Er hann hafði lokið 37

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.