Bergmál - 01.12.1952, Page 41
1952
til vill hræddur vegna dauða-
kyrrðarinnar í húsinu og var
hann kominn að því að steypast
bein’t fram af leiksviðinu, er
dökkklædda konan veitti hon-
um athygli og leiddi hann aftur
á sinn stað í söngflokknum.
Að síðustu var sungið: „Heims
um ból“, og tókum við allir und-
ir þann sálm með börnunum,
svo að djúpar bassaraddir okk-
ar kæfðu næstum viðkvæmar
barnsraddirnar. Það var léttir
að því að syngja. Hinn einkenni-
legi spenningur og gleðin yfir
því, að heyra söng þessara litlu
barna, hafði næstum borið okk-
ur ofurliði.
Er við vorum að enda við
þennan gullfallega jólasálm,
kvað skyndilega við, skerandi
og hjáróma org loftvarnarsír-
enu.
Guð minn góður! Loftárás
núna,“ hvíslaði ég að félögum
mínum. Við stóðum upp og ætl-
uðum að fara, en hikuðum við.
Börnin héldu áfram að syngja,
eins og ekkert væri. Rafmagns-
ljósin voru tekin af, og ekki
heyrðist hósti né stuna í salnum,
nema mjúkar barnsraddirnar,
sem heyrðust um allan salinn
þrátt fyrir látlaus vein síren-
unnar.
Einn hermannanna kveikti á
----------------- BergmAl
vasaljósi sínu og beindi geisl-
anum að börnunum, sem nú
hnipruðu sig saman í þéttan
hnapp og sungu áfram jólsálm-
ana. Einn af öðrum kveikti nú
á vasaljósi sínu alls staðar í saln-
um, þar til litli barnakórinn
okkar baðaði í ljóshafinu. Við
fórum að syngja á ný, með börn-
unum, og yfirgnæfðum að
mestu sírenuvælið og jeppa-
drunurnar úti fyrir.
Er einn sálmur hafði verið
sunginn, þustu hermennirnir af
fremstu bekkjunum upp á leik-
sviðið og föðmuðu börnin að
sér. Vegna hávaðans úti fyrir og
óttans við loftárásina, voru sum
börnin nú farin að hágráta, og
hermennirnir margir hverjir,
hrærðir af jólasöngvunum og
heimþrá grétu með þeim. Ég
var sjálfur með grátstafinn í
kverkunum.
Dökkklædda konan og her-
mennirnir, sem komnir voru
upp á leiksviðið, fóru nú að
hjálpa börnunum til að komast
út úr húsinu um bakdyr og fara
síðan með þau í loftvarnarbyrg-
ið.
En við félagarnir, Marcus,
Wilmore og ég, gengum út um
aðaldyrnar, og síðan í humátt á
eftir hópnum til loftvarnarbyrg-
isins. Ég var undarlega glaður.
39