Bergmál - 01.12.1952, Side 43

Bergmál - 01.12.1952, Side 43
HEILABROT: 1. Ef þú ættir sandköku, sem væri að rúmmáli 5 sinnum 4 sinnum 5 þumlungar og jafn- framt ættir þú rúgbrauð, sem væri að rúmmáli 5 sinnum 5 sinnum 4 þumlungar, og ef við gerum svo ráð fyrir að þú gætir gift þau sandkökuna og rúgbrauðið og þau eign- uðust því næst á sínum tíma afkvæmi, sem héti rúgkaka. Hve stór yrði sú rúgkaka, ef hún yrði að meðaltali jafn- stór og foreldrarnir? 2. Hvort er ódýrara að kaupa 10 egg fyrir 20 krónur og 10 aura, eða að kaupa 12 egg fyrir 30 krónur og 60 aura? 3. Hvaða orð er þetta: GALIN- HERA? 4. María ræktar aðeins gulræt- ur í garðinum sínum og þær eru samtals 6789. Hún eyðir hálfri klukkustund við að setja hverja gulrót niður, hálfri klukkustund við að vökva hverja gulrót og hálfri klukkustund við að taka upp hverja gulrót. Hve margar klukkustundir mundi það taka Margréti að rækta jafn- margar gulrætur í sínum garði, ef hún er helmingi seinvirkari en María? 5. Einn áttundi hluti síma- staurs er niðri í jörðinni, en sá hluti hans, sem er ofan- jarðar mælist 6 fet og 5 þumlungar. Hve langur er símastaurinn? 6. Hér á eftir er bókarheiti, en úr því hafa allir sérhljóðarn- ir verið teknir burtu, en allir samhljóðarnir skildir eftir og eru þeir í réttri röð: RLNDSÐR. Hvaða bókar- heiti er þetta? 7. Ef þessi orð hér á eftir væru saman í orðabók, í hvaða röð ættu þau þá að standa: Af- klæða, Afhneppa, Afkimi, Afhenda, Afklippa, Afhýða? 8. Verðlaunaheilabrot: Ef að ég færi gangandi frá Akureyri til Dalvíkur og gengi með 5 kílómetra hraða á klukkustund, þá væri ég 10 mínútum lengur á leið- inni, en ef ég gengi sömu leið 41

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.