Bergmál - 01.12.1952, Side 45
1952
milli himins og jarðar, nema
bréfið, og mér fór að líða ekki
ósvipað og þessum náungum í
bíómyndum, þegar konurnar
þeirra laumast út í frístundum
sínum á stefnumót með fast-
eignamangara eða öðrum þess-
háttar fuglum.
Klukkan 9 þá um kvöldið
mundi ég hafa dottið úr stóln-
um mínum af eintómri undrun,
ef ég hefði ekki staðið, þegar
Mabel sagði, og lét sem ekk-
ert væri:
„Hvers vegna skreppurðu
ekki út fyrir kvöldkaffi og færð
þér einn léttan?“
„Ég var of dolfallinn til þess
að mæla orð frá vörum.
„Ég veit, að þér þykir gaman
að rabba við strákana,“ hélt hún
áfram, „og ég er viss um, að
það er þægileg tilbreyting eft-
ir að hafa setið á hundleiðin-
legri skrifstofu allan daginn.“
Ég settist á stól, til þess að ég
dytti ekki á gólfið.
„Þu þarft að skemmta þér dá-
lítið. Engan karlmann langar til
þess að sitja tjóðraður heima
allt kvöldið. Meðan þú ert úti,
skal ég búa til indælis kvöld-
kaffi handa þér.“
Henni varð litið framan í mig
og hún hætti. „Langar þig ekki
til að ...?“
----------------- Bergmál
Ég sótti í mig veðrið og þrum-
aði: „Kona góð, við höfum ver-
ið gift í sex langa mánuði. Þann
tíma hef ég verið fyrirmyndar-
eiginmaður. Allan þann tíma
hef ég aldrei skilið þig eftir eina
heima, meðan ég færi út og léki
lausum hala um bæinn með fé-
lögum mínum. Þeir þekkja mig
ekki einu sinni lengur á gömlu
vínkránum mínum. Félagar
mínir horfa hnuggnir á auða
stólinn minn, þegar þeir safn-
ast saman í gamla, glaðværa
klúbbnum okkar, þurka af sér
tár í laumi og tæma glasið sitt
í botn í einum teig.“
Ég var að komast í reglulegan
ham. Næst ætlaði ég að drepa
lauslega á þá geysilegu fórn, er
ég hefði fært, þegar ég giftist
henríi, koma síðan að hinum
mörgu hættum og freistingum,
sem geta orðið á vegi ungra,
fallegra, nýgiftra eiginkvenna,
og þá mundi ég að lokum flytja
þrumandi ræðu, almennara eðl-
is, sem mundi koma út tárun-
um á hinni harðsvíruðustu
manneskju, en þá tók hún fram
í fyrir mér.
„Langar þig til þess að fá þér
einn snaps?“
Ég hló, ef til vill lítið eitt bit-
urlega.
„Auðvitað langar mig í snaps.
43