Bergmál - 01.12.1952, Side 46

Bergmál - 01.12.1952, Side 46
Desember B E R G M Á L ------------------ Alla siðsama gifta menn, heil- brigða á sál og líkama langar í snaps, áður en þeir fara í bólið.“ En — ég lyfti upp vísifingri til frekari áherzlu og þetta er mergur málsins, hvers vegna vilt þú endilega að ég fari og fái mér í staupinu í kvöld?“ „Ó, mér er svo sem sama, hvort þú ferð eða ekki,“ anzaði hún í flýti. „Ég var bara að hugsa um hamingju þína. Ég veit, að þig langar til að hitta strákana annað slagið.“ „Mabel!“ sagði ég barnalega, „hvað býr hér undir?“ Var það aðeins ímyndun mín eða var það svo, að dálítið kæmi á hana. „Hér er eitthvað á seyði og það meira en lítið,“ sagði ég. „Þú ert með eitthvert laumu- spil á bak við mig.“ „Láttu ekki eins og flón,“ sagði hún, en það var engin sannfær- ing í röddinni. Svo fór hún upp á loft. Ég fór út að fá mér einn lít- inn. Ég var órólegur og botnaði hvorki upp né niður í þessu öllu saman. Þegar ég gekk inn í vín- krána, sem ég var vanur að sækja, kom Ernest Maltravers í flasið á mér. Mér hefir aldrei geðjast að Maltravers. Hann tilheyrir hinni auðvirðilegu manntegund, sem mundi geta hrifsað brauðsneið af krakkaanga og kvartað svo yfir því, að ekkert almennilegt væri ofan á sneiðinni. Hann var eitt sinn trúlofaður Mabel. Hann bjó í hinum enda bæjarins. „Halló, heiðurskempa,11 sagði hann. „Hvernig gengur?“ „Hvernig gengur hvað?“ svar- aði ég kuldalega. „Nú, hnappeldustandið, auð- vitað,“ anzaði hann og skríkti, lágum, illkvitnislegum hlátri. „Hefur Mabel virkilega hleypt þér út í nokkrar mínútur, án þess að hafa þig í bandi?“ Ég lét þetta sém vind um eyr- un þjóta. „Hvað ertu að gera í þessum hluta heimsins?“ spurði ég. „Ég hefi ekki séð þig í herrans háa tíð?“ „Verzlunarerindi, gamli minn,“ sagði hann með flærðar- brosi. „Eingöngu verzlunarer- indi. Nú, en ég þarf að koma í hús hér. Leiðinlegt að ég má ekki vera að að stoppa núna og láta þig spandera einu glasi á mig. Fæ það seinna. Verðurðu hér til útköstunartíma.“ „Já,“ anzaði ég. „Þá getur verið að ég sjái þig aftur í kvöld. Tæmdu því ekki allar tunnur á meðan. Bless.“ Ég sat lengi og hugsaði mitt 44

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.