Bergmál - 01.12.1952, Page 47

Bergmál - 01.12.1952, Page 47
1952 ráð. Ég fór yfir allt málið á ný í huga mér, og minntist nú all- margra grunsamlegra atvika. Mabel hafði verið óvenjulega vingjarnleg og nærgætin. Hún hafði meira að segja komið með eldgömlu inniskóna mína, til þess að ég skyldi nota þá á kvöldin, en þeim hafði hún hót- að að brenna fyrstu fimm mán- uði hjónabandsæfi okkar. Hún var tekin upp á því að segja mér í tíma og ótíma hve heitt hún elskaði mig, háttalag, sem er mjög grunsamlegt hjá konu, er aðeins hefir verið gift í 6 mánuði. Og svo var það bréf- ið. Og skyndilega, er ég velti þessu enn einu sinni fyrir mér, dagaði fyrir hryllileg, örugg vissa. Skriftin á umslaginu — þetta kjánalega hrafnaspark, þetta til- gerðarlega pírum-pár, hinir út- flúrsmiklu upphafsstafir! Ég hafði séð þá áður. Aðeins einn maður hafði getað skrifað þann- ig, Ernest Maltravers, sem ann- ars gekk venjulega undir nafn- inu „hjónabandsdjöfullinn", enda átti hann víða innangengt í íbúðir, sem annars höfðu sér- inngang og góða læsingu. Ég tók viðbragð. Ég minntist nú orða hans, er hann spurði mig hálfri klukkustund áður, ----------------- BergmAl hvort ég yrði hér til lokunar- tíma. Kænlega að farið! Og ég hafði í einfeldni minni sagt hon- um að allt væri í lagi. Mabel hlaut einnig að hafa verið kunn- ugt um þetta ráðabrugg, því að hún hafði beinlínis krafizt þess, að ég færi og fengi mér sjúss. Ég rauk frá glasinu mínu ó- snertu, spratt upp af stólnum, þaut út um dyrnar og hljóp upp eftir götunni, eins og þaulæfður 100 metra hlaupari. Ég ruddist inn í íbúðina og mínar verstu grunsemdir reynd- ust réttar. Þarna sat Ernest Maltravers á stólnum mínum með kjánalegt smjaðurbros á smettinu, drekkandi bezta whyskíið mitt og reykjandi mína eigin sígarettur. „Og hvað,“ sagði ég, „hvað á þetta eiginlega að þýða.“ Mabel roðnaði, stakk ein- hverju niður í kommóðuskúff- una og læsti henni. Maltravers notaði tækifærið til að skola niður því síðasta af whyskíinu og glotti svo til mín. „Þú komst nokkuð fljótt til baka, gamli kunningi,“ sagði hann rólega. „Mabel og ég vor- um að skemmta okkur við að rifja upp gamlar minningar. Ég hélt, þú myndir bíða á kránni 45

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.