Bergmál - 01.12.1952, Síða 48

Bergmál - 01.12.1952, Síða 48
Desember B ER G M Á L þangað til ég kæmi og kaupa handa mér eitt glas.“ „Hypjaðu þig út,“ hvæsti ég. „En sjáðu nú til, gamli vin- ur ...“ „Snautaðu út!“ Hann var svo takmarkalaust ósvífinn, að leyfa sér að blikka Mabel um leið og hann gekk út. Og nú sneri ég mér að Mabel. „Hvað á þessi leikur að þýða. Þú heyrðir frá Maltravers í morgun, þar sem þið mæltuð ykkur mót.“ „Já,“ svaraði hún. „Ó, ég er svo utan við mig. Mig langaði svo að leyna þig þessu, þangað til ég hefði barnafötin tilbúin. Þú veizt hver er atvinna Ern- est. Hann selur þessi hérna.“ — Hún opnaði skúffuna. Hún var troðfull af barnafatnaði. „Ég bað hann að færa mér þau. Ég gat ekki beðið.“ „Þú meinar ...?“ „Já, ástin mín. Og ef það verð- ur strákur, munum við ábyggi- lega ekki láta hann heita Ern- est.“ Henning Berger, hinn frægi, sænski rithöfundur bjó árum saman í Kaup- mannahöfn og átti hann þá kött, sem var mjög vitur. Köttur þessi hét Zeppo. Dag nokkurn kom hinn sænski skáldbróðir Bergers, Anders Öster- ling í heimsókn til hans, og var þá náttúrlega kynntur fyrir Zeppo. — Henning Berger vildi þá sýna Öster- ling vini sínum sönnun fyrir því, hve kötturinn var vitur og kallaði því til Zeppo: „Farðu að bókahyllunni og færðu mér nýjustu bókina hans Öster- lings." Zeppo gerði eins og honum var sagt, hljóp að bókahillunni og lagði aðra framlöppina í autt pláss i hillunni um leið og hann mjálmaði ámátlega. „Þarna sérðu,“ sagði Berger við gest sinn, „þú hefir ekki sent mér bókina ennþá.“ Anders Österlings brosti og hugs- aði með sér, að þetta væri áreiðan- lega ekki í fyrsta sinn, sem Zeppo léki þetta bragð. ★ Húsbóndanum varð litið út um gluggann og sá konu nokkra vera að koma í heimsókn, sem hann hafði mjög mikla andúð á. Hann flúði því inn í skrifstofu sína og lét konu sína eina um að taka á móti gestinum. Hálftíma síðar hlustaði hann við stofuhurðina, en heyrði ekkert samtal. Þá kallaði hann fram til konu sinnar: „Er gamla skrafskjóðan farin?" en konan, sem hann átti við sat ennþá inni í stofunni. Kona hans bjargaði honum samt úr klípunni, því að hún hrópaði á móti. „Já, góði minn. Hún er löngu farin. En hún frú Guðný er hérna.“ ★ Þegar um ástina er að ræða, þá er allt satt og allt rangt, hún er hið ein- asta í heiminum, sem ekki er hægt að Ijúga neinu um. 46

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.