Bergmál - 01.12.1952, Side 49
SPURNINGAR OG SYOR
Viðkvæm einkamál:
Helena svarar fyrir Bergmál:
Bréf frá fatlaðri stúlku.
Kæra Helena!
Þegar ég var tveggja ára gömul,
varð ég fyrir því óláni að hryggurinn
í mér brotnaði er ég féll út um opinn
glugga, og síðan hefi ég verið dálítið
fötluð, þótt ekki sé það meira en svo,
að enginn veit af því, þegar ég sit.
Hendur mínar og fætur eru lýtalausir,
vöxtur minn er talinn góður og ég
þyki fremur lagleg í andliti. En þeg-
ar ég stend upp, er ég lotin, og er ég
geng koma óviðráðanlegar sveiflur á
líkama minn og göngulagið er dratt-
andi.
Nú er ég orðin nítján ára og þrái
það, að ungir menn veiti mér athygli,
eins og ég býst við, að allar stúlkur á
þessum aldri þrái, enn fremur þrái
ég skemmtanalíf og þá jafnframt ein-
hverja „rómantik".
Eins og aðrar stúlkur, dreymir mig
um að eignast heimili og börn. Ég
veit, að það eru þúsundir stúlkna í
heiminum fatlaðar. Hvað eigum við
að gera? Eigum við að halda tilfinn-
ingum okkar í skefjum? Ætti fötlunin
óhjákvæmilega að gera okkur „öðru-
vísi“, þrátt fyrir það, að tilfinningar
okkar eru ófatlaðar?
Ég hefi reynt að gera líf mitt auð-
ugra með þvi að lesa bækur, skapa
mér ný og ný áhugamál og vini. Ég
er einnig í skóla, til að reyna að búa
mig undir það, að geta bjargað mér
sjálf í framtíðinni, en sú framtíð er í
mínum augum mjög dapurleg.
SVAR:
Það er oftast erfitt fyrir þá, sem
hafa átt því láni að fagna að halda
fullri heilsu og óskertum líkamskröft
um, að setja sig í spor þeirra, er að
einhverju leyti eiga við vanheilsu að
stríða. En ég þykist hafa veitt því at-
hygli, að þeir sem á einhvern hátt eru
vanheilir, eru yfirleitt trúaðri en hin-
ir, sem heilir eru og veitist styrkur og
andlegt öryggi með trú sinni. Þér þurf-
ið að öðlast trú. Trausta og örugga trú.
En þér þurfið jafnframt að gera yður
það ljóst, að þúsundir og aftur þúsund-
ir manna og kvenna, sem átt hafa
við margfalt erfiðari líkamslýti að
stríða, hafa öðlast hamingju og vel-
gengni í lífinu, gifzt og eignast börn,
falleg og góð heimili.
Ég viðurkenni að þér eigið við erf-
iðleika að stríða, en yður vaxa þeir of
mjög í augum. Þér þurfið að útiloka
þá, sem allra mest úr huga yðar.
47