Bergmál - 01.12.1952, Síða 52

Bergmál - 01.12.1952, Síða 52
Bergmál --------------------- Gísla úr öllum hinum gífurlega hóp ættingja þinna?“ „Tja,“ sagði Malla vesældar- legum rómi. „Hann talaði svo mikið utan að þessu. Nú, og svo var hann líka svo hjálplegur við okkur í fyrra-sumar. Þú manst víst að hann pasaði köttinn okkar á meðan við vorum í sumarfríinu ...“ Georg spilaði án afláts á borðplötuna óstyrkum fingrum. „Jæja, jæja, þar sem þú hefir þegar boðið Gísla,“ andvarpaði hann, „þá býst ég við að við verðum að sætta okkur við það. En hugsaðu þér nú bara, ef bannsettur sláninn finnur upp á því að fara að gerast hjálp- legur?“ Malla setti upp totu. „Já, ekki getur það nú talist löstur,“ maldaði hún í móinn. „Og víst er hægt að hafa gagn af honum. Hann er alltaf boðinn og búinn til að rétta hjálparhönd við hvaða starf sem £r.“ „Jú, jú, enginn þarf að ef- ast um það,“ muldraði Georg. „Þú manst víst hvernig það hef- ir farið þegar hann hefir dval- ið hér hjá okkur yfir helgar? Ég hefi oftast verið orðinn eins og utangátta fæðingarhálfviti um það bil sem hann hefir farið ---------------- Desember aftur. Eingöngu vegna hinnar óhemju hjálpfýsi Gísla!“ Þetta voru sannarlega engar ýkjur hjá Georg. Þessi Gísli var með nefið niðri í öllu. Það var sama hvað hjón- in tóku sér fyrir hendur, alltaf skyldi Gísli vera kominn þar skælbrosandi og stimamjúkur til að trana sér fram. „Blessuð, lofið þið mér að gera eitthvað til gagns,“ eða þá „get ég ekki hjálpað?“ Og þetta fer alveg með taugarnar í manni, þegar til lengdar lætur. Maður verð- ur eins og festur upp á þráð og reynir öll hugsanleg undan- brögð. Því að alltaf endar það með ósköpum þegar svona menn fara að „hjálpa til“. Það var seg- in saga, að þegar Gísli hjálpaði til við uppvaskið, þá fækkaði á- valt um nokkur stykki úr kaffi- stellinu, sem lágu í molum á gólfinu að lokinni „hjálpinni“. Ef honum var sagt að hann gæti lúð garðinn, var það alveg ör- uggt, að nýju græðlingarnir, sem gróðursettir voru í vikunni sem leið, urðu fyrir barðinu á honum og eftir var aðeins öm- urlegt moldarflag. Ef einhverjum hefði dottið í hug að þiggja aðstoð Gísla við að brenna gamla sinu eða fúa- rafta í skógarjaðrinum, hefði 50

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.