Bergmál - 01.12.1952, Page 53
1 952 ---------------------------
hann áreiðanlega byrjað á því
að ausa benzíni út um allt, kom-
ið af stað skógareldi og senni-
lega brennt húsin ofan af öll-
um nábúunum. Þú ættir bara að
reyna að biðja Gísla að taka
hundinn þinn með sér í göngu-
ferð og þú mátt vera handviss
um, að þú sæir þann hund aldrei
framar, Gísli myndi áreiðanlega
týna honum fyrir fullt og allt.
Auðvitað er sá möguleiki fyr-
ir hendi að segja Gísla að setj-
ast niður og taka sér bók í hönd,
en láta aðra um sín störf, en það
væri eins og stökkva vatni á
gæs, Gísli tæki ekkert tillit til
slíkrar beiðni. Hann var alltaf
fyrirfram staðráðinn í að hjálpa.
Var það nokkurt undrunar-
efni, þótt Georg hrysi hugur við
því, að fá slíkan mann í heim-
sókn út í Hamrahlíð, þar sem
þau hjónin höfðu ætlað að hvíla
sig og hafa það notalegt í sum-
arleyfinu.
Georg hugkvæmdist það helzt
að láta Gísla berja nokkrar strá-
mottur sunnan við húsið, því að
þá voru mjög miklar líkur til
þess að hann myndi hverfa
fram af hamrinum. En Georg
vísaði þó þessari hugmynd á
brott, því að Gísli greyið var þó
mágur hans, og ekkert illmenni
var hann, strák-bjálfinn.
— 51
------------------ Bergmál
Ef til vill — hugsaði Georg
— finn ég upp einhvern fjand-
ann til að láta hann bjástra við,
þegar þar að kemur. Til dæmis
láta hann glíma við krossgátu
eða jafnvel senda hann til að
veiða silung í ánni. Það skipti
ekki máli hvað það væri, bara
ef hægt væri að koma honum
úr augsýn og losna við þetta ei-
lífa: „Blessaður láttu mig gera
eitthvað til gagns.“ En auðvitað
voru allir slíkir dagdraumar
Georgs aðeins óskadraumar.
Gísli birtist á tilskildum tíma
úti í Hamrahlíð, með álíka á-
huga fyrir því að reynast nú
einu sinni verulega hjálpsamur,
eins og væri hann orðinn heima-
trúboðsmaður á yfirreið.
„Þú gætir gert mér greiða,“
sagði Georg, „með því að veiða
nokkra silunga í soðið fyrir
mig.“
Sú veiðiferð fór þannig, að
Gísli kom heim aftur að klukku-
stund liðinni og hafði þá misst
stöngina og færið í ána.
Og svo, á öðrum degi, er Ge-
org braut heilann um það, hvað
hann ætti að gera til að geta
lifað af vikuna, með þessa plágu
í eftirdragi, þá kom honum ein-
stakt snjallræði í hug — hrein-
asta herbrella.
„Ef þú jvilt verða veruleg
L