Bergmál - 01.12.1952, Side 61
1952
Bergmál
minntist þess, að í dag átti hún að leggja af stað í ferðalagið, nú
átti von hennar um björgun að rætast, en óttinn hvarf er hún heyrði
í þessu að klukka í húsinu sló tíu högg. Það voru því tvær klukku-
stundir þangað til hún átti að mæta í skrifstofu herra Darlows,
um hádegið.
Hún reisti sig með erfiðismunum frá koddanum og sá þá sér til
undrunar að hún var ennþá í kvöldkjólnum. Hún reyndi að rifja
upp fyrir sér hvað gerzt hafði kvöldið áður í Speglasalnum, þótt
allt virtist eins og í þoku.
Til þess að tryggja það, að Orme yrði einskis var um það, hvað
byggi í huga hennar, hafði hún tekið inn hvern skammtinn af öðr-
um, af hvíta duftinu. Svo mundi hún ekki meira — einhver hlaut
að hafa hjálpað henni til að komast heim — henni leið hræðilega
illa.
Hún hringdi bjöllunni og stuttu síðar kom hin skapstirða hús-
móðir hennar með morgunteið hennar á bakka og dagblað.
„Frú Agnew, ég mun verða fjarverandi í nokkrar vikur,“ sagði
Binnie, „en ég vildi gjarnan fá að halda þessu herbergi. Gæti ég
fengið að halda því, ef ég greiði leiguna fyrirfram?“
Konan hikaði.
„Já, ég býst við því,“ sagði hún með tregðu, „og þó verð ég að
segja yður það, að það væru ekki margar konur, sem mundu þola
yður framferði yðar. Enda sagði ég dökkhærðu stúlkunni það, þeg-
ar hún kom hingað heim með yður í gærmorgun.“
„í gærmorgun? Þér meinið víst,----í morgun!“
„Þér hafið tapað úr heilum degi, stúlka mín. Þér hafið legið hér
eins og liðið lík í 30 klukkustundir fullar. Og ef þér viljið ekki
trúa mér, þá ættuð þér að líta á dagsetninguna á þessu blaði.“
Konan sagði satt. Hún hafði glatað heilum sólarhring úr lífi sínu
— og hún hafði jafnframt glatað hinu gullna tækifæri, — voninni
um björgun. Darlow-feðginin mundu vera farin án hennar.
Hún fékk staðfestingu á þeim grun stundu síðar er hún hringdi
til skrifstofu herra Darlows í þeirri veiku von, að hann hefði beðið
eftir henni.
Örvæntingin greip Binnie heljartökum. Dýpri og sárari örvænt-
ing en hún hafði nokkru sinni fundið til fyrr.
— 59 —
f