Bergmál - 01.12.1952, Page 63

Bergmál - 01.12.1952, Page 63
1952 B ERGMÁL hennar brotið á bak aftur með tveggja sólarhringa kveljandi þrá eftir þeirri fróun, sem þetta eitur veitti henni. Eitrið, sem gerði hana að ambátt bessa samvizkulau.sa manns. Með grátstafinn í kverkunum sneri hún frá borðinu og hraðaði sér út úr skrifstofunni, fram í blómskrýddan forsalinn, þar sem gestirnir voru þegar farnir að hópast saman og taka af sér yfir- hafnir. Henni leið illa í návist þessa glaðværa fólks og fór því niður í búningsherbergið og baðaði gagnaugu sín úr köldu vatni, í sama mund kom Vicky inn til hennar og horfði á hana með fyrirlitningu. „Líður bér illa?“ spurði hún. „Orme vill ekki gefa mér meira að hvíta duftinu,“ sagði Binnie grátandi. „Og það er að gera út af við mig.“ Hún sneri sér biðjandi að Vicky: ,„Vicky, hjálpaðu mér. Gefðu mér pínulítið.“ „Ég gef þér ekki neitt,“ svaraði hún hranalega. „Þú myndir hafa fengið eins mikið og þig lysti, ef þú hefðir ekki látið Cynthiu Dar- low ganga bér úr greipum.“ „Hún er svo ung. Ég gat það ekki------“ „Þá þarftu heldur ekki að búast við því, að Orme gefi þér meira. Þú verður að bíða þar til honum snýst hugur.“ Binnie minntist þess nú, að það var almennt álitið, að þessi stúlka væri ástfangin af Richard Orme, og það brá fyrir glampa í augum hennar eins og af kænsku. „Ef til vill þarf ég ekki að bíða svo mjög lengi,“ sagði hún. „Orme hefir lofað að gefa mér af hvíta duftinu, ef ég kæmi til hans í íbúð hans, eftir lokunartíma í kvöld.“ Binnie veitti því athygli, að æðarnar í hálsi Vicky þrútnuðu. „Og — ætlar þú að fara?“ „Nei, ég fer ekki ,ef þú hjálpar mér. Ég þarf aðeins örlítið til þess að geta lifað af til fyrramáls, en á morgun fer ég héðan fyrir fullt og allt.“ „Ég hefi sagt þér það fyrr, að þú munt aldrei geta brotist héðan í burtu,“ svaraði Vicky. „Og, ef að ég gæfi þér einn skammt,, þá myndi Orme fara jafnvel ennþá verr með mig, heldur en nú með þig. Var ég ekki búin að segja þér, að hann myndi láta þig borga 61

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.