Bergmál - 01.12.1952, Qupperneq 64
Desember
BergmAl
bæði með líkama og sál? Og þá myndir þú þjást meira en nokkru
sinni fyrr.“
Að baki hinum niðurbælda ofsa í rödd Vicky var slík óstjórnleg
sálarangist, að Binnie brá.
„Eg fer ekki heim til hans,“ hvíslaði hún. „Ég myndi fremur
fremja sjálfsmorð.“
„Það er auðvelt að segja það. Ég hefi víst sjálf sagt það eins oft
og ég hefi svarið það, að ég skyldi myrða Richard Orme.“
„Heldur þú í raun og veru, að þú gætir myrt hann?“ spurði Binn-
ie áköf, í hálfum hljóðum.
Vicky opnaði töskuna sína og- tók upp úr henni örlítið rúbínrautt
hylki og hélt því upp að ljósinu, á milli þumal- og bendifingurs.
„Ég stal þessu af þýzkum liðsforingja. Þetta er bráðdrepandi eit-
ur, samskonar og sumir stríðsglæpamennirnir þýzku tóku inn.“
Hún hló kuldalega. „Ég hefi oft og mörgum sinnum fengið tæki-
færi til að nota það, en alltaf brostið kjark. Hver sú stúlka, sem
ætti skilið lárviðarkrans.“ Binnie titraði af geðshræringu og sneri
sér frá þessu rauða hylki. Hún óttaðist sínar eigin hugsanir.
„Vicky, gefðu mér aðeins einn einasta skammt —“.
gæti fengið sig til að koma þessu í vínglasið hjá herra Orme, hún
En dökkhærða stúlkan var þegar á leið út úr herberginu og litla,
rauða hylkið lá eftir á snyrtiborðinu hjá Binnie. Hún tók það upp
og starði á bað, eins og hún væri dáleidd.
Hún vissi ekki hversu lengi hún sat þannig. Hún vissi hvorki í
þennan heim né annan, fyrr en kallað var til hennar. Orme hafði
sent eftir henni og gert henni boð um að mæta strax til starfs.
Það næsta, sem Binnie veitti athygli, var það, að hún var komin
upp í Salinn og farin að dansa við mann, sem spurði hana hvar
hún væri í huganum.
Þetta var hávaxinn, ungur maður, með dökkt, liðað hár og hraust-
legri í útliti, en tíðkaðist meðal kvöldgesta á þessum stað.
„Ég hefi aldrei komið hér fyrr,“ sagði hann. „Mér finnst, að við
gætum vel orðið góðir kunningjar, svo að þér ættuð strax að venja
yður við að kalla mig Philip. Hann vildi ekki heyra annað, en að
hún snæddi með honum kvöldverð, og pantaði allt það bezta, sem