Bergmál - 01.12.1955, Blaðsíða 13

Bergmál - 01.12.1955, Blaðsíða 13
ÚR BRÉFI FÖÐUR TIL SONAR Það er engu léttara að gefa góð ráð heldur en að halda þau. Ég er sannfærður um, að þú gætir gefið mér ýms góð ráð, sem væru engu síðri eða ógagn- lef?ri. En ég notfæri mér rétt hins eldri og leyfi mér því að prédika. Fyrst og fremst þetta: Stvrk trú þína. Trúðu á sjálfan þig, trúðu á það góða og gagnlega, og gjarnan á annað líf .eftir þetta líf, — á æðri máttarvöld — ef þú getur það. Gerðu aldrei neitt með hang- andi hendi, leggðu jafnan alúð við öll þín störf. Hversu smátt sem hlutverk þitt er, skalt þú ekki slá slöku við það með þeirri röksemd í huga, að það skipti engu máli, því verði engin at- hygli veitt. Hálf-karað verk er jafn ógeðfellt og velkt, óhrein nærföt. Aldrei skalt þú svíkja lit. Brátt kemur að því, að upp kemst og þú stendur eftir með smánina. Enda tekst þér aldrei að blekkja sjálfan þig. Vertu heill gagnvart sjálfum þér og bínum nánustu. Varðandi samskinti þín við alla aðra. þá máttu vera nokkurn veginn viss um, að heir kjósa fremur lvffi en hreinskilni — og hví skyldum vér ekki gleðja aðra? Aldrei skalt þú hætta mann- orði þínu, ef eitthvað verulegt er um að ræða. Fyrr skalt þú hætta öllu sem þú átt, það skiptir ekki svo miklu máli, aðeins ef þér tekst að varðveita heiður þinn og hugsjónir þínar, því að hvort tveggja er grundvöllur- inn undir sjálfsvirðingu þinni. Starfaðu af elju og ósérhlífni, og berðu virðingu fyrir þekk- ingunni. Hæfileikum án fram- girni má líkja við áralausan kappróðrarbát. Gefstu aldrei upp. Aldrei. Því að aðstaða þín getur aldrei orðið svo vonlaus, að ekki sé ástæða til að berjast áfram. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.