Bergmál - 01.12.1955, Blaðsíða 59
B ERGMÁL
1 9 5 5 -----------------------
sagði Lizzie með sinni titrandi
gamalkonurödd.“
„Það er hægt að leiða mann
að vatninu en ekki til að drekka
það,“ sagði Sara spekingslega
og leit yfir hópinn.
„Eitthvað verður að gera,“
stamaði Rakel og strauk íhug-
andi skorpið nefið.
„Við finnum sjálfsagt eitthvað
ráð,“ sagði Sara íbyggin. „Við
skulum kenna henni að láta það
vera að koma með sitt and-
styggilega nýtízku dót hingað
þegar við viljum helzt vera
lausar við það.“ Reiðin gaus
upp í henni á ný og hún fussaði.
„Ætli það hefði ekki a. m. k.
átt að spyrja okkur fyrst, ætli
U
Nú vildi hin aldurhnigna
Nancy láta álit sitt í ljósi. Enginn
skildi hvað hún sagði því að orð-
in urðu að einhvers konar
skruðningi lengst niðri í henni.
En Sara kinkaði kolli til hennar
og sagði: „Já, Nancy. Það er á-
reiðanlegt.“ Sumar konurnar
kölluðu hana ömmu, hún var svo
gömul — sjálfsagt yfir hundrað
ára. Það hafði komið mynd af
henni í blöðunum.
Þessu, sem konurnar voru svo
argar yfir, var komið fyrir. Kon-
urnar höfðu sig lítt í frammi
meðan á verkinu stóð, en það
voru nokkrir dagar. Það var
byggt við stafninn á húsi þeirra
Idu og Súsie. Það varð að taka
nokkuð af grasflötinni, því að
það þurfti að koma fyrir rörum
og Idu til mikillar skelfingar
var eitt blómabeðið hennar eyði-
lagt. Það var líka Ida sem rauf
hina kuldalegu þögn kvennanna
og hrópaði æst til verkamann-
anna: „Það er hægt að teyma
uxann niður að vatninu, en ekki
til að drekka það.“
Konurnar sátu og sleiktu sól-
skinið á svölunum eða á gras-
blettunum og litu hver á aðra.
Sumar sýsluðu við blómabeðin
sín. Sara, sem gat gengið upp
stiga án þess að svima, var að
skera rós sem vafði sig upp yfir
hús Nancyar með feiknin öll af
rauðum blómstrum. Einasti há-
vaði á þessum kyrrláta eftir-
miðdegi var skarkali frá verka-
mönnunum.
Þögnin var skyndilega rofin
af Hope-Cary, sem opnaði hliðið
og strunsaði upp garðstíginn.
Hún var hávaxin, vel búin, með
áberandi litum og fjörleg, enda
þótt hún væri komin yfir sex-
tugt. Hún var gift bygginga-
meistara inni í bænum en átti
ekki börn. Engin kvennanna
stóð á fætur til að heilsa henni,
þótt frúin lyfti hendinni í
57