Bergmál - 01.12.1955, Blaðsíða 30
B E R G M Á L
Desember
Flamingó-klúbburinn.
þér, þá með Gregg. Við skulum
kveðjast Johnny, strax.“
Langa stund stóð hann og
starði á hana en því næst tók
hann hana í faðm sér. Ástríðu-
þrunginn ekki brauzt nú frá vör-
um hennar eins og hún gæti
ekki lengur haldið tilfinningum
sínum í skefjum, en hvorugt
þeirra sagði orð, hvorugt gat
huggað hitt.
Skyndilega sleit Johnny sig
frá henni og hraðaði sér fram á
ganginn. Hann gekk hratt niður
eftir ganginum án þess að líta
við eitt andartak, enda þótt Sally
biði í dyrunum og vonaði að
hann myndi gera það.
Johnny hraðaði sér eftir
mannlausum götunum. Hraðaði
sér niður litla, þrönga götu og
komst loks heim að húsinu, sem
hann leigði í, enda þótt þetta
hús væri ekki glæsilegt og íbúð-
in ekki mjög skemmtileg var
hún þó betri en flestar þær
íbúðir, sem ungir lögregluþjón-
ar urðu að sætta sig við. Er hann
gekk upp stigana þá sagði hann
við sjálfan sig, beisklega, að það
væri eingöngu því að þakka
hvað Kathy hefði gott starf, sem
væri betur launað en hans starf,
að hann gæti leyft sér tiltölu-
lega þægilega íbúð, og önnur
lífsþægindi meiri en starfs-
bræður hans. Og einmitt vegna
þessa hataði hann sjálfan sig og
þó kannske mest vegna þess, að
hann var ekki heill gagnvart
henni.
Kona hans var úti, tengda-
móðir hans tók undir kveðju
hans með þessari hrjúfu rödd,
sem skapazt af endalausum
áhyggjum, umkvörtunum og
28 —