Bergmál - 01.12.1955, Blaðsíða 37

Bergmál - 01.12.1955, Blaðsíða 37
1955 Bergmál Næturlíf stórhorgarinnar Framh. af bls. 31. Þegar gamli maðurinn gekk á brott sneri Johnny sér við og gekk yfir að lögreglubílnum, sem hann átti að hafa til afnota um nóttina. Nætur-eftirlitsbíl- arnir stóðu nú í langri röð til- búnir að leggja af stað, til þess að hafa eftirlit með næturlífi stórborgarinnar. Félagi hans, sem átti að vera með honum þessa nótt var miðaldra maður, sem Johnny þekkti aðeins í sjón. En sá, sem að venju var með honum á vakt var veikur. Þeir heilsuðust kurteislega og formlega og Johnny settist í ökumannssætið. Andartaki síð- ar rann bíllinn af stað út á göt- una, þar sem hann átti nætur- langt að líta eftir og fylgjast með næturlífinu, þefa uppi lög- brjóta og koma í veg fyrir hvers konar ofbeldi eða rangsleitni. Þeir óku hægt um göturnar og öðru hverju heyrðist í sendi- tæki þeirra ýmsar fyrirskipanir til annarra eftirlitsbíla. Götu- slagsmál fyrir bíl 182. Innbrot fyrir bíl 625. En engar fyrirskip- anir komu til bíls Johnnys, sem var númer 749. Skyndilega stöðvaði Johnny bílinn er þeir voru staddir í einu af beztu íbúðarhverfum borgarinnar. „Ég á einkaerindi hér í næsta hús,“ sagði hann. „Væri þér sama þó að þú biðir eftir mér í bílnum hér í nokkrar mínútur?" Aðstoðarmaður Johnnys leit sem snöggvast á hann svolítið undrandi yfir þessu, sem að vissu leyti var brot á starfsskyld- unum, en slíkt var að vísu ekk- ert einsdæmi, svo að hann gerði enga athugasemd. Johnny gekk inn í stóra sam- byggingu og fór með lyftunni upp á efstu hæð, en þar barði hann að dyrum á stórri og glæsi- legri íbúð. Penrod Biddel kom þegar til dyra. Hann var feitur, ljótur maður, sem virtist vera um fimmtugt. Hann bauð gest sinn velkominn, en í svip hans mátti lesa bæði kænsku og sigurglott. „Gerðu svo vel að ganga inn, Johnny,“ sagði hann. „Við verð- um hér aleinir, og ótruflaðir.“ Hann gekk yfir að litlu vín- borði úti í horninu. „Má bjóða þér vínglas,“ spurði hann. „Ég er í vinnu,“ svaraði Johnny stuttaralega. Biddel hélt á glasi í hendinni og starði hugsandi á gest sinn. „Þú ert í vinnu. Já,“ sagði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.