Bergmál - 01.12.1955, Side 37

Bergmál - 01.12.1955, Side 37
1955 Bergmál Næturlíf stórhorgarinnar Framh. af bls. 31. Þegar gamli maðurinn gekk á brott sneri Johnny sér við og gekk yfir að lögreglubílnum, sem hann átti að hafa til afnota um nóttina. Nætur-eftirlitsbíl- arnir stóðu nú í langri röð til- búnir að leggja af stað, til þess að hafa eftirlit með næturlífi stórborgarinnar. Félagi hans, sem átti að vera með honum þessa nótt var miðaldra maður, sem Johnny þekkti aðeins í sjón. En sá, sem að venju var með honum á vakt var veikur. Þeir heilsuðust kurteislega og formlega og Johnny settist í ökumannssætið. Andartaki síð- ar rann bíllinn af stað út á göt- una, þar sem hann átti nætur- langt að líta eftir og fylgjast með næturlífinu, þefa uppi lög- brjóta og koma í veg fyrir hvers konar ofbeldi eða rangsleitni. Þeir óku hægt um göturnar og öðru hverju heyrðist í sendi- tæki þeirra ýmsar fyrirskipanir til annarra eftirlitsbíla. Götu- slagsmál fyrir bíl 182. Innbrot fyrir bíl 625. En engar fyrirskip- anir komu til bíls Johnnys, sem var númer 749. Skyndilega stöðvaði Johnny bílinn er þeir voru staddir í einu af beztu íbúðarhverfum borgarinnar. „Ég á einkaerindi hér í næsta hús,“ sagði hann. „Væri þér sama þó að þú biðir eftir mér í bílnum hér í nokkrar mínútur?" Aðstoðarmaður Johnnys leit sem snöggvast á hann svolítið undrandi yfir þessu, sem að vissu leyti var brot á starfsskyld- unum, en slíkt var að vísu ekk- ert einsdæmi, svo að hann gerði enga athugasemd. Johnny gekk inn í stóra sam- byggingu og fór með lyftunni upp á efstu hæð, en þar barði hann að dyrum á stórri og glæsi- legri íbúð. Penrod Biddel kom þegar til dyra. Hann var feitur, ljótur maður, sem virtist vera um fimmtugt. Hann bauð gest sinn velkominn, en í svip hans mátti lesa bæði kænsku og sigurglott. „Gerðu svo vel að ganga inn, Johnny,“ sagði hann. „Við verð- um hér aleinir, og ótruflaðir.“ Hann gekk yfir að litlu vín- borði úti í horninu. „Má bjóða þér vínglas,“ spurði hann. „Ég er í vinnu,“ svaraði Johnny stuttaralega. Biddel hélt á glasi í hendinni og starði hugsandi á gest sinn. „Þú ert í vinnu. Já,“ sagði

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.