Bergmál - 01.12.1955, Blaðsíða 51

Bergmál - 01.12.1955, Blaðsíða 51
B ERG M A L 1955 Christine stóð á fætur með erfiðismunum. Þetta gat ekki verið annað en vondur draumur, þetta hlaut að vera martröð. Hún hlyti að vakna fljótlega í rúminu sínu heima í hælinu. En höndin sem greip hörkulega um handlegg hennar og hristi hann til, veitti henni þó fulla vissu um að þetta væri enginn draumur. Hún fann að eitthvað kalt málmhylki var sett í hönd hennar. „Hérna. Takið við þessu vasaljósi,“ hvíslaði doktor Faber hásri röddu, „og látið ljósið skína á hann, um leið og þér komið með hann út úr hellinum. En kallið til hans fyrst. Það er ekki ósenni- legt að hann gruni það að sér hafi verið búin gildra og yðar hlut- verk er það að þurrka út allar efasemdir hans. Annars ....“ Hann lauk ekki við hótun sína, en Christine fannst samt eins og ógnun hans umlykja sig. Christine gekk hægt og rólega að hellismunnanum. Hún var með ákafan hjartslátt. Fingur hennar fálmuðu eftir kveikjaranum á vasaljósinu og andartaki síðar lýsti hún upp hellismunnann með ljósgeisla. Hún sá hvar hellirinn þrengdist snögglega nokkrum fetum innar og það svo mjög að ekki myndi nema einn maður geta troðið sér þar í einu. Þetta var tilvalinn felustaður fyrir óvopn- aðan mann, því að engan veginn mundi vera hægt að komast að honum, nema beint framan að, og henni létti nokkuð er henni varð samstundis ljóst, að Faber mundi eiga mjög erfitt með að framkvæma hótun sína um að skjóta Tona, ef hann ekki næði honum öðruvísi. Hún hikaði andartak og leit yfir öxl sér og sá Faber standa framan við hellinn, þar sem hún hafði skilið við hann. En er hann sá að hún hikaði við þá pataði hann til hennar og gaf henni bend- ingu um að halda áfram. Nei, hugsaði Christine í örvæntingu. „Ég geri það ekki, geri það alls ekki. Ég verð að aðvara Tona. En hvernig átti hún að fara að því, þegar þessi maður stóð þarna og fylgdist með öllum hreyfingum hennar. Aðeins nokkur fet frá henni. Hún sneri að hálfu leyti við, en jafnskjótt gaf Faber henni bend- ingu um að halda áfram, og beindi skammbyssu sinni til hennar. Hálfkæft andvarp leið af vörum hennar, og hún sneri sér á ný inn 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.