Bergmál - 01.12.1955, Blaðsíða 63

Bergmál - 01.12.1955, Blaðsíða 63
1955 B E R G M Á L ar. Hinar konurnar létu engin svipbrigði á sér sjá, ekki einu sinni hin góða frú Gascoyne, sem var vön að senda fátækrahælinu margar krukkur af berjasultu. „Ég er viss um að frú Crump gæti enn dansað á vorhátíðinni engu ver en ungu stúlkurnar hér í þorpinu," bætti presturinn við kurteislega. „Heyr, heyr,“ hrópuðu hinir karlmennirnir. Nú fór Söru að verða órótt innanbrjósts. Voru þeir svona smeðjulegir, af því að verið var að bruffga harða réfsingu gegn henni? En henni var alveg sama hvað í vændum væri, ekkert skyldi fá hana ofan af því að segja það sem hún hafði ætlað sér. Hún beið því ákveðin og róleg. Presturinn varð aftur al- alvarlegur og tók aftur til máls: „Já, frú Crump, við höfum beðið yður að koma, í von um að þér gætuð gefið okkur skýr- ingu á, öh, hvers vegna hinum nýju umbótum er svona tekið.“ í bágindum sínum sneri hann sér að frú Hope-Cary og hélt áfram: „Mér skildist að það sé einróma ákvörðun í þessu máli hjá hæliskonunum." „Einkennileg þrjózka,“ sagði frú Hope-Cary hvasst. „Því miður er frú Crump forsprakk- inn, en allar hinar konurnar láta sem þær viti ekki að þetta sé til.“ Hún þagnaði augnablik en gat ekki stillt sig um að bæta við: „Það er bæði ókurteist og biánalegt.“ Sara fann hvernig reiðin blossaði upp í henni á ný. Hana langaði að leysa rækilega frá skióðunni. Einu sinni hafði kóngsdóttir ekið í gegnum þornið og hafði hneigt höfuð sitt til Söru Crump í kveðju skvni. Nú hneigði Sara höfuð sitt á sama hátt til frú Hope-Cary og sagði: „Þökk frú, fyrir að segja álit yðar umbúða- laust.“ Nú tók presturinn til máls: „Þér verðið að skilja að þetta hefur kostað nefndina mikil út- gjöld. Þetta er allra nýjasta gerð, og nefndin getur alls ekki skilið hvers vegna vistkonurnar, öh, vilia ekki nota það.“ Frú Crump reis á fætur. Öll framkoma hennar bar vott um óbifanlegan virðuleik. Hún sagði rólega og blátt áfram: „Hr. prestur, það er vegna þess að hvorki ég eða hinar konurn- ar vilja sitja yfir vatni.“ Það varð þögn í salnum. Eng- inn nefndarmeðlima vissi hvað segja skyldi við þessu. Sara fann 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.