Bergmál - 01.12.1955, Blaðsíða 45

Bergmál - 01.12.1955, Blaðsíða 45
1955 B E R G M Á L doktor Faber sagði næst heyrði hún ekki geinilega, en að lokum sagði hann. „Gat ekki komizt nærri honum, og þess vegna kom ég með stelpuna. Við getum notað hana. Hana grunar ekki neitt. Þið megið vera vissir um það, að þá kemur hann út umsvifalaust.11 Hann var auðsjáanlega að tala um Tona. Einn af mönnunum, sem stóð við hlið Fabers, hreyfði lítið eitt hönd sína, og hún sá glampa á málm í tunglsljósinu. Christine sá greinilega að þetta var skammbyssa, og jók það enn á ótta hennar. Þessi maður hreytti einhverju út úr sér milli samanbitinna tanna og virtist mjög óþolinmóður. En smávaxni, austurríski læknirinn hristi höfuðið. „Nei. Við verðum að ná'honum lifandi. Við verðum að láta hann tala. Ég reyndi það að vísu í gærkvöldi, en hann er of þrár.“ Grimmdin og illmennskan í rödd hans kom Christine til að hrökkva við, og nú fannst henni sandfjaran, sem stundum áður hafði virzt svo kyrrlát og friðsæl vera orðin vettvangur svika og illmennsku, skuggaleg og ógnandi. Hún sá Tona fyrir sér í huganum, veikburða og blóðugan eftir pyntingar doktors Faber. Sá hann þar sem hann faldi sig, ótta- sleginn í dimmasta horni einhvers hellisins, varnarlausan gegn mönnum sem vildu pína hann og kvelja. Hún varð að komast undan og ná í hjálp. Bíll doktors Faber var að vísu hinum mgein við hvilftina. En ef hún aðeins gæti náð honum. Christine fór að færa sig hægt og hægt, og eins hljóðlega og henni var unnt eftir stígnum sem þau doktor Faber höfðu komið eftir niður í hvilftina, stígnum, sem hún varð að fara eftir ef henni átti að takast að frelsa Tona. Hún hafði aðeins skammt farið er hún sté á lausan stein, sem valt niður á við og orsakaði nokkurn hávaða. Grimmdarlegt hróp neðan úr fjörunni gaf til kynna, að hún hefði komið upp um sig. Hún sá það, að henni þýddi ekki lengur að læðast áfram, svo hún tók til fótanna og hljóp eins hratt og hún gat upp hina grýttu götu. En að baki sér heyrði hún greinilega fótatak nokkurra manna, sem virtust hlaupa miklu hraðar en hún, og brátt fann hún það að þeir voru að nálgast hana, skref fyrir skref. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.