Goðasteinn - 01.09.1996, Qupperneq 20
Goðasteinn 1996
gerir mikiö úr útsjónasemi sinni, þan-
nig að bók hennar er aö vissu leyti í
anda hinna vinsælu „Europe on 25 $ a
day“ ferðabóka.
Afstaðan til sjálfrar sín
Fox-Genovese gerir mikið úr tog-
streitunni í sjálfsævisögum svartra
kvenna: Milli þess að sýna sig annars
vegar og fela sig hinsvegar. Anna er að
sumu leyti ófeimin við lesendur sína og
virðist treysta þeim fyrir ýmsu sem
sumum þætti vera sér frekar til lasts en
lofs sbr. trúgirni hennar þegar Frakkinn
hvarf með farangurinn hennar í París,
hún skilur farangur sinn eftir víðsvegar
eftirlitslausan, ræðir um hræðslu sína
við að vera ein úti eftir sólsetur og
gerir oft grín að sjálfri sér, t.d. þegar
hún ræðir um karlmenn og karlhylli
sína. Anna gerir iðulega lítið úr sjálfri
sér og býður t.d. lesendum að „brokka
sínum andlega fáki“ eftir sér í heinrboð
til gamalla heiðurskvenna — hennar
fákur töltir ekki, en það hefur löngum
verið göfugastur gangur islenskra
hesta, nei hann brokkar og gæti því
verið hastur og þreytandi að ríða
honum bæjarleið, hvað þá lengra.
Fáar óbreyttar alþýðukonur áttu góða
reiðhesta og Anna fór á hestum postul-
anna allra sinna ferða, m. a. s. austur
undir Eyjafjöll en það tók hana tvo
daga að ganga að Moldnúpi, jafnt
sumar sem vetur. Flún gekk um París
þvera og endilanga og sparaði sér þan-
nig stórfé. A einum stað segir hún: „En
ef þú vilt eignast einhvern stað eða
umhverfi og geyma það í huga þér, þá
skaltu ganga þar um og neyta þinnar
eigin orku, til þess að afla þér þekk-
ingar á honum.“
Anna notar oft neikvæð lýsingarorð
um sjálfa sig; hún talar um sig sem
lasna og lúna konu, gamla konu, kerl-
ingu, hún er ónýt, glópur, hreppakerl-
ing, fátæk og lítil. Fíún talar um sitt
auma hold, hve lítill bógur hún er o.
s.frv. Fyrst þegar hún kom til Eyjar-
innar hvítu var hún „þreytt og niður-
dregin . . . Mig sundlaði þegar ég hugs-
aði um hvað heimurinn var stór, en ég
lítil og orkusmá. En þegar fyrsta vikan
var liðin, fór ég að smá stækka, en
heimurinn í öfugu hlutfalli að minnka.“
Hjá henni skiptast því á skin og skúrir
rétt eins og hjá okkur hinum, en fæstir
eru alltaf alsælir með sig og frammi-
stöðu sína. Hún lætur sjálfa sig njóta
sannmælis og segist einnig vera ráð-
settur og athugull kvenmaður, heiðar-
leg, íslensk maddama, og gerir mikið
úr viðskiptaviti sínu. I raun er hún
þrælánægð með sig og setur upp glóps-
grímuna til að koma ár sinni betur fyrir
borð. Hún virkar t.d. nógu bljúg og blíð
þegar hún er að herja út gjaldeyrinn, en
hún veit hvað hún vill og sækir það
fast. Anna var t.d. kurteis við formann
fjárhagsráðs en „ég þurfti líka að nota
tækifærið, fyrst ég var nú einu sinni
komin til æðsta manns fjárhagsráðs, til
að taka dálítið í lurginn á því, fyrir mis-
rétti við þegnana, óhreinlyndi og vífi-
lengjur.“ Það sama var upp á ten-
ingnum í London, en þar sótti hún það
fast að fá að sjá handritin á bókasafn-
inu þó svo að þau væru eingöngu ætluð
-18