Goðasteinn - 01.09.1996, Page 24

Goðasteinn - 01.09.1996, Page 24
Goðasteinn 1996 Góðir gestgjafar Eins og fyrr sagði var Anna fátæk og lifði m.a. á skrínukosti í París, en naut borgarinnar og vildi heldur „þola hungur og harðrétti, en láta þetta harðsótta tækifæri mér úr greipum ganga“, hún þraukaði því í fyrri ferð- inni níu nætur á sínum átta pundum, en kom aftur að ári og var þá í mánuð hjá fólki sem hún hafði hitt einu sinni í Skotlandi fjórum árum áður. Gestgjafar hennar reyndust henni vel, þau fóru m.a. með hana til Versala, í óperuna og víðar, en hálf skrýtið fannst henni hve þau elskuðu tík sína út af lífinu. Henni leið svo vel hjá þeim, „að ég gleymdi alveg, að ég var ekki heima hjá mér austur undir Eyjafjöllum.“ Anna átti einnig sérlega ánægjuleg- an dag í kvöldverðarboði hjá íslenskum sendiráðunaut sem var kvæntur frænku hennar og hún kom með bréf til að heiman „. . . því að góðir Islendingar eru það yndislegasta, sem ég sé eða heyri á erlendri grund, þó að mörg stórmerki beri þar annars fyrir augað. En það er eins og H. Björnsson (sendi- ráðunauturinn) sagði, að maður verður að vera stilltur á allt aðra bylgjulengd. Það er þess vegna, sem maður getur ekki mitt í allri dýrðinni notið síns innsta eðlis til fulls. En vera svo allt í einu sestur að íslensku matborði og geta tilgerðarlaust talað á sínu ástkæra móðurmáli, fyllir bæði líkama og sál hugljúfri unaðskennd.“ Svo virðist sem Anna hafi talað ensku og eitthvað í þýsku, en aðeins hrafl í frönsku (lat- ínan hefur eflaust komið sér vel), en hún ræðir það aldrei almennilega. I seinni Parísarferðinni kom Anna með upphlutinn sinn með sér og notaði við hátíðleg tækifæri. Hún fór í fyrsta sinn í búningnum „í virðingarskyni“ að leiði óþekkta hermannsins, og var hissa á því hve mikla athygli hún vakti „með þessari fordild minni“. Hún virðist kunna athyglinni vel og fór í skógar- ferð „til þess að njóta sem bestrar skemmtunar og vera ekki eins ein í heiminum, fór ég í mínum gamla og góða íslenska búning. Eg var eins og ungar enskar stúlkur sögðu „Dísin í Skóginum“ þennan dag og þaðan af mun Bois de Boulogne mér aldrei úr minni líða.“ í óperunni „var það nú förukonan utan af Islandi sem allra augu beindust að“ og í Versölum tóku margir myndir af henni í búningnum. Hún hefði kosið að vera í einhverju léttara þar. „En ég varð að gera það húsmóður minni og vinkonu til geðs að tjalda því besta sem til var.“ Þrátt fyrir hitann naut hún þess í hvítvetna að sjá Versali. Þannig stillir Anna sér upp og klæðist búningnum til að láta meira á sér bera, og nýtur athyglinnar. Anna segir á einum stað að hún sé að litast um í heiminum fremur af vilja en mætti og talar iðulega um sig sem förukonu. Einu sinni hlær henni „hugur í brjósti. Það var meira en mig lang- lúinni fjósakonu utan af Fróni hefði getað dreymt um, að ég skyldi vera hér á beinustu leið til hinnar marg um töluðu heimsborgar í fínustu mixtúru af -22-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.