Goðasteinn - 01.09.1996, Síða 24
Goðasteinn 1996
Góðir gestgjafar
Eins og fyrr sagði var Anna fátæk
og lifði m.a. á skrínukosti í París, en
naut borgarinnar og vildi heldur „þola
hungur og harðrétti, en láta þetta
harðsótta tækifæri mér úr greipum
ganga“, hún þraukaði því í fyrri ferð-
inni níu nætur á sínum átta pundum, en
kom aftur að ári og var þá í mánuð hjá
fólki sem hún hafði hitt einu sinni í
Skotlandi fjórum árum áður. Gestgjafar
hennar reyndust henni vel, þau fóru
m.a. með hana til Versala, í óperuna og
víðar, en hálf skrýtið fannst henni hve
þau elskuðu tík sína út af lífinu. Henni
leið svo vel hjá þeim, „að ég gleymdi
alveg, að ég var ekki heima hjá mér
austur undir Eyjafjöllum.“
Anna átti einnig sérlega ánægjuleg-
an dag í kvöldverðarboði hjá íslenskum
sendiráðunaut sem var kvæntur frænku
hennar og hún kom með bréf til að
heiman „. . . því að góðir Islendingar
eru það yndislegasta, sem ég sé eða
heyri á erlendri grund, þó að mörg
stórmerki beri þar annars fyrir augað.
En það er eins og H. Björnsson (sendi-
ráðunauturinn) sagði, að maður verður
að vera stilltur á allt aðra bylgjulengd.
Það er þess vegna, sem maður getur
ekki mitt í allri dýrðinni notið síns
innsta eðlis til fulls. En vera svo allt í
einu sestur að íslensku matborði og
geta tilgerðarlaust talað á sínu ástkæra
móðurmáli, fyllir bæði líkama og sál
hugljúfri unaðskennd.“ Svo virðist sem
Anna hafi talað ensku og eitthvað í
þýsku, en aðeins hrafl í frönsku (lat-
ínan hefur eflaust komið sér vel), en
hún ræðir það aldrei almennilega.
I seinni Parísarferðinni kom Anna
með upphlutinn sinn með sér og notaði
við hátíðleg tækifæri. Hún fór í fyrsta
sinn í búningnum „í virðingarskyni“ að
leiði óþekkta hermannsins, og var hissa
á því hve mikla athygli hún vakti „með
þessari fordild minni“. Hún virðist
kunna athyglinni vel og fór í skógar-
ferð „til þess að njóta sem bestrar
skemmtunar og vera ekki eins ein í
heiminum, fór ég í mínum gamla og
góða íslenska búning. Eg var eins og
ungar enskar stúlkur sögðu „Dísin í
Skóginum“ þennan dag og þaðan af
mun Bois de Boulogne mér aldrei úr
minni líða.“ í óperunni „var það nú
förukonan utan af Islandi sem allra
augu beindust að“ og í Versölum tóku
margir myndir af henni í búningnum.
Hún hefði kosið að vera í einhverju
léttara þar. „En ég varð að gera það
húsmóður minni og vinkonu til geðs að
tjalda því besta sem til var.“ Þrátt fyrir
hitann naut hún þess í hvítvetna að sjá
Versali. Þannig stillir Anna sér upp og
klæðist búningnum til að láta meira á
sér bera, og nýtur athyglinnar.
Anna segir á einum stað að hún sé
að litast um í heiminum fremur af vilja
en mætti og talar iðulega um sig sem
förukonu. Einu sinni hlær henni „hugur
í brjósti. Það var meira en mig lang-
lúinni fjósakonu utan af Fróni hefði
getað dreymt um, að ég skyldi vera hér
á beinustu leið til hinnar marg um
töluðu heimsborgar í fínustu mixtúru af
-22-