Goðasteinn - 01.09.1996, Page 154
Goðasteinn 1996
prófastur í Holti hafði tekið undir sinn
verndarvæng. Hann dvaldi síðan áfram
í Holti hjá sr. Jakobi Kjartanssyni, syni
sr. Kjartans, og loks hjá sr. Jóni M.
Guðjónssyni. Lýsingar Guðrúnar á hát-
tum og tilsvörum þessa sérstæða manns
eru frábærar og grípandi. Aðalstarf
hans í Holti var að gæta kúnna. Hann
lést fjörgamall um nótt, en kvöldið
áður hafði hann tilkynnt að hann mundi
deyja þessa nótt og bað að heilsa öll-
um.
Flöskuppstur frá Eyjum og þegar
Island var ormur
„Flöskupóstur í Vestmannaeyjum“
heitir stutt grein eftir Harald Guðnason
í fyrra hefti 4. árgangs J965. I henni er
sagt frá þeim sið sem tíður var um
tíma, að sjómenn og aðrir sendu póst í
flöskum. Einkum gerðu Vestmanna-
eyingar þetta, þegar erfitt var um póst-
samgöngur. Þessi iðja hófst um 1879
og var þess þá gjarnan gætt að senda
flöskurnar af stað, ef hafátt var. Mikið
af þessum pósti komst til skila upp í
Landeyjar, en stundum bar hann af
leið. Til dæmis fór eitt slíkt bréf alla
leið til Noregsstranda.
Prófessor Sigurður Nordal, dr. phil,
léði Goðasteini efni til birtingar, en það
var endursögn hans af fornu orkneysku
ævintýri. Kallaðist greinin „Upphaf ís-
lands, orkneysk þjóðsaga“. Birtist hún í
síðara hefti 4. árgangs 1965. Geysi-
mikill og gráðugur ormur hafðist við í
hafinu og olli mönnum miklum bú-
sifjum. Eitt sinn lagðist hann á ríki
Skotakonungs og varð að færa honum
um hverja helgi 7 ungmeyjar. Gömul
spákona tjáði konungi að aðeins eitt
væri til ráða, að færa orminum kóngs-
dóttur, þá mundi hann hverfa á braut.
Konungur lét þá það boð út ganga að
hver sá sem gæti unnið á orminum
skyldi eignast kóngsdótturina og ríkið
eftir sinn dag. Á síðasta degi frests
kom loks garpur mikill sem réði niður-
lögum ormsins með því að róa skipi
sínu inn í kjaft hans og alveg niður í
kvið hans og bar þar eld að lifrinni.
Reri hann síðan lífróður út og giftist
kóngsdótturinni. Ormurinn engdist í
dauðateygjunum og við það myndaðist
m.a. hafið sem skilur að Danmörku,
Noreg og Svíþjóð, en þessi lönd höfðu
áður verið samföst. Úr tönnunum sem
hrutu úr kjafti hans urðu til Orkneyjar,
Hjaltland og loks Færeyjar. Úr sjálfum
búknum varð eylandið Island. En þótt
ormurinn væri dauður hefur eldurinn í
lifrinni aldrei hætt að brenna. Má enn í
dag sjá logana við og við gjósa upp úr
fjöllum þessa lands.
Klýfur sorgin himininn og brúin yfir
Ytri-Rangá
Ljóð setja svip sinn á flesta árganga
Goðasteins frá upphafi. Ingunn Egg-
ertsdóttir Thorarensen birtir í fyrra
hefti 5. árgangs 1966 Ijóðið „Helga
Bárðardóttir“, og fjallar það eins og
nafnið bendir til um Helgu, dóttur
Bárðar Snæfellsáss. Ljóðið er ort af
mikilli hagmælsku og skáldlegu inn-
sæi, eins og eftirfarandi vísa bendir til:
-152-