Goðasteinn - 01.09.1996, Page 198

Goðasteinn - 01.09.1996, Page 198
ANNALAR Goðasteinn 1996 Sóknir leikur um kirkjustarf, sókn og söfnuð. Er þetta skráð í Kirkjubók sem fylgir hverri kirkju og á síðan að auka við eftir því sem efni gefast til og árin líða. Auðveldar þetta til muna kirkjuskoðun og eftirlit, sem er einn þátturinn í vísitasíugerð biskups. Þá áttu kirkjukórarnir og stjórnendur þeirra ekki síðri þátt í þeim hátíðarblæ sem var yfir þessari heimsókn biskups til safnaðanna í Rangárvallaprófastsdæmi. Auðfundið var af kirkjusókn og mót- tökum öllum að heimafólk kunni vel að meta heimsókn þeirra biskupshjóna og þá uppörvun og gagnkvæm kynni sem skap- ast á slíkum hátíðarstundum í kirkju- starfinu. Síðustu biskupsvísitasíur á undan þessari voru 1985 og 1974 og má hiklaust segja að slíkar heimsóknir biskupa með reglulegu millibili séu mikilvægar og gagnlegar fyrir kirkjulífið í hverju prófastsdæmi. Héraðsfundur Héraðsfundur prófastsdæmisins var að þessu sinni haldinn að Hlíðarenda og Goðalandi í Fljótshlíð. í yfirlitsskýrslu prófasts kom m.a. fram að fræðslufundur á vegum prófastsdæmisins og fræðsludeildar þjóðkirkjunnar var haldinn að Laugalandi 21. apríl og sóttu hann um 40 manns úr nær öllum sóknum prófastsdæmisins. Fyrirlesarar voru þau sr. Örn Bárður Jóns- son og Halla Jónsdóttir frá fræðsludeild kirkjunnar. Félagið um sorg og sorgar- viðbrögð undir forystu sr. Sigurðar í Odda og sr. Halldóru í Fellsmúla gekkst og fyrir fræðslufundi sem einnig var haldinn að Laugalandi. Alkirkjuráðið Þá var í júní sameiginleg guðsþjónusta og fundur með 4 fulltrúum frá Alkirkju- ráðinu í Þykkvabæjarkirkju og voru prestar prófastsdæmisins þar viðstaddir ásamt mökum sínum. Héraðsnefnd prófasts- dæmisins afgreiddi ýmsa styrki til kirkju- starfsins, m.a. vegna þátttöku í námskeið- um utan prófastsdæmisins og til barnakórs Eyfellinga, sem nýlega var stofnaður undir stjórn Þorgerðar Jónu Guðmundsdóttir, söngstjóra og organista þeirra Eyfellinga. Prófastsdæmið gaf út Lítið kirkjublað eins og undanfarin ár. Kom það út tvisvar á árinu. Viðgerðir og endurbætur Víða stóðu yfir viðgerðir og endurbæt- ur á kirkjum og kirkjugörðum í prófasts- dænrinu og hefur mikið verk verið unnið á því sviði undanfarin ár. Er það starf allt til vitnis um vakandi áhuga og umhyggju saf- naðanna og forráðamanna þeirra fyrir kirkjunum og aðbúnaði og umhverfi þess sem þar fer fram. Undir lok ársins reis lítil timburkirkja af grunni við Byggðasafnið í Skógum. Verður hún væntanlega fullgerð fyrir árslok 1996. Frumkvæðið að þessari kirkjubyggingu á Þórður Tómasson safn- vörður í Skógum, en kirkja var áður í Skógum til ársins 1890. Kirkjan mun gegna verðugu hlutverki á hinu myndar- lega skólasetri og fjölsótta ferðamannastað að Skógum. Æskulýðs- og ellimálanefnd Æskulýðsnefnd prófastsdæmisins stóð, eins og áður um árabil, fyrir fermingar- barnamóti í Skálholti í byrjun september og sá einnig um heimsóknir presta í skóla í prófastsdæminu á aðventu. Nýmæli er það að æskulýðsnefndin, með stuðningi hér- aðssjóðs prófastsdæmisins, réði Sigurð Grétar Sigurðsson, guðfræðinema, til þess að starfa með 13-16 ára unglingum í pró- fastsdæminu vetrarmánuðina 1995-96. Æskulýðsnefndin er kosin árlega á hér- aðsfundi og skipa hana þau sr. Sigurður Jónsson, formaður, sr. Halldóra J. Þorvarð- ardóttir, Gróa Ingólfsdóttir, sr. Halldór Gunnarsson og Ólafur Hróbjartsson. -196-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.