Goðasteinn - 01.09.1996, Síða 198
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Sóknir
leikur um kirkjustarf, sókn og söfnuð. Er
þetta skráð í Kirkjubók sem fylgir hverri
kirkju og á síðan að auka við eftir því sem
efni gefast til og árin líða. Auðveldar þetta
til muna kirkjuskoðun og eftirlit, sem er
einn þátturinn í vísitasíugerð biskups.
Þá áttu kirkjukórarnir og stjórnendur
þeirra ekki síðri þátt í þeim hátíðarblæ sem
var yfir þessari heimsókn biskups til
safnaðanna í Rangárvallaprófastsdæmi.
Auðfundið var af kirkjusókn og mót-
tökum öllum að heimafólk kunni vel að
meta heimsókn þeirra biskupshjóna og þá
uppörvun og gagnkvæm kynni sem skap-
ast á slíkum hátíðarstundum í kirkju-
starfinu. Síðustu biskupsvísitasíur á undan
þessari voru 1985 og 1974 og má hiklaust
segja að slíkar heimsóknir biskupa með
reglulegu millibili séu mikilvægar og
gagnlegar fyrir kirkjulífið í hverju
prófastsdæmi.
Héraðsfundur
Héraðsfundur prófastsdæmisins var að
þessu sinni haldinn að Hlíðarenda og
Goðalandi í Fljótshlíð. í yfirlitsskýrslu
prófasts kom m.a. fram að fræðslufundur á
vegum prófastsdæmisins og fræðsludeildar
þjóðkirkjunnar var haldinn að Laugalandi
21. apríl og sóttu hann um 40 manns úr
nær öllum sóknum prófastsdæmisins.
Fyrirlesarar voru þau sr. Örn Bárður Jóns-
son og Halla Jónsdóttir frá fræðsludeild
kirkjunnar. Félagið um sorg og sorgar-
viðbrögð undir forystu sr. Sigurðar í Odda
og sr. Halldóru í Fellsmúla gekkst og fyrir
fræðslufundi sem einnig var haldinn að
Laugalandi.
Alkirkjuráðið
Þá var í júní sameiginleg guðsþjónusta
og fundur með 4 fulltrúum frá Alkirkju-
ráðinu í Þykkvabæjarkirkju og voru prestar
prófastsdæmisins þar viðstaddir ásamt
mökum sínum. Héraðsnefnd prófasts-
dæmisins afgreiddi ýmsa styrki til kirkju-
starfsins, m.a. vegna þátttöku í námskeið-
um utan prófastsdæmisins og til barnakórs
Eyfellinga, sem nýlega var stofnaður undir
stjórn Þorgerðar Jónu Guðmundsdóttir,
söngstjóra og organista þeirra Eyfellinga.
Prófastsdæmið gaf út Lítið kirkjublað eins
og undanfarin ár. Kom það út tvisvar á
árinu.
Viðgerðir og endurbætur
Víða stóðu yfir viðgerðir og endurbæt-
ur á kirkjum og kirkjugörðum í prófasts-
dænrinu og hefur mikið verk verið unnið á
því sviði undanfarin ár. Er það starf allt til
vitnis um vakandi áhuga og umhyggju saf-
naðanna og forráðamanna þeirra fyrir
kirkjunum og aðbúnaði og umhverfi þess
sem þar fer fram. Undir lok ársins reis lítil
timburkirkja af grunni við Byggðasafnið í
Skógum. Verður hún væntanlega fullgerð
fyrir árslok 1996. Frumkvæðið að þessari
kirkjubyggingu á Þórður Tómasson safn-
vörður í Skógum, en kirkja var áður í
Skógum til ársins 1890. Kirkjan mun
gegna verðugu hlutverki á hinu myndar-
lega skólasetri og fjölsótta ferðamannastað
að Skógum.
Æskulýðs- og ellimálanefnd
Æskulýðsnefnd prófastsdæmisins stóð,
eins og áður um árabil, fyrir fermingar-
barnamóti í Skálholti í byrjun september
og sá einnig um heimsóknir presta í skóla í
prófastsdæminu á aðventu. Nýmæli er það
að æskulýðsnefndin, með stuðningi hér-
aðssjóðs prófastsdæmisins, réði Sigurð
Grétar Sigurðsson, guðfræðinema, til þess
að starfa með 13-16 ára unglingum í pró-
fastsdæminu vetrarmánuðina 1995-96.
Æskulýðsnefndin er kosin árlega á hér-
aðsfundi og skipa hana þau sr. Sigurður
Jónsson, formaður, sr. Halldóra J. Þorvarð-
ardóttir, Gróa Ingólfsdóttir, sr. Halldór
Gunnarsson og Ólafur Hróbjartsson.
-196-