Goðasteinn - 01.09.1996, Page 269
ANNALAR
Goðasteinn 1996
sonur hjónanna Sigríðar Theodóru
Pálsdóttur frá Selalæk og Sæmundar
Sæmundssonar bónda að Lækjarbotn-
um. Var hann yngstur 7 systkina er upp
komust.
Skömmu eftir fæðingu Sæmundar
missti móðir hans mann sinn frá barna-
hópnum, öllum undir fermingu og var
Sæmundi gefið nafn föður síns við
útför hans. Ekkjan reyndi af fremsta
megni að halda barnahópnum saman
og berjast áfram, en eftir árið reyndist
það ókleift og þurfti hún að sjá á bak
börnum sínum, utan Sæmundar, til
vandamanna og vandalausra. Fluttist
hún til Reykjavíkur og ólst Sæmundur
þar upp. Hann gekk í Miðbæjarbarna-
skólann og kvöldskóla K.F.U.M.
Sæmundur vann um árabil í versl-
uninni Liverpool. Þá hóf hann og eigin
verslunarrekstur og rak um skeið
Aðalbúðina við Laugaveg og síðar
Lögberg. Um 1960 hóf hann störf hjá
Járnsteypunni hf. í Ananaustum og
starfaði þar allt til hann varð áttræður.
Var það honum mikils virði að fá að
starfa þar þó aldurinn væri orðinn hár,
því þrek hafði hann og vinnusemi
óskerta.
8. nóvember 1930 gekk hann að
eiga konu sína Helgu Fjólu Pálsdóttur í
Reykjavík. Á heimili þeirra hjóna var
gott að koma. Það bar svip hógværðar
og fágunar ásamt gestrisni og hjarta-
hlýju húsráðenda, og heimilið var sá
staður sem Sæmundur mat mest.
Þau hjónin eignuðust 3 börn, þau
Sigríði Theodóru, Margréti og Sæ-
mund. Þegar Helga Fjóla andaðist árið
Dánir
1990 fluttist Sæmundur til dóttur sinnar
Sigríðar Theodóru að Skarði á Landi
þar sem honum var tekið opnum örm-
um og í vari hennar og fjölskyldunnar
naut hann umönnunar og hlýju.
Sæmundur var góðum gáfum gædd-
ur og flestum mönnum þægilegri. Öll-
um mætti hann með sínu hýra tilliti,
hlýlega ávarpi, lipurð og góðvild. Hann
var næmur á mannlegar tilfinningar og
börnin hændust að honum alla tíð.
Honum var eðlislægt að bera virðingu
fyrir öðrum mönnum og sýna samúð
sem gerði svo mörgum gott að eiga
samleið með honum. Meginhluta ævi
sinnar vann Sæmundur við þjónustu-
störf við aðra. Þau störf rækti hann
með reisn og þannig að fullkomið jafn-
ræði var með báðum aðilum. Heiðar-
leiki og samviskusemi, góðvilji og
drengskapur einkenndi hann í þeim
störfum eins og í öllu hans lífi.
Hann andaðist aðfaranótt 5. júní
1995. Var útför hans gerð frá Laugar-
neskirkju 12. júní en hann lagður til
hinstu hvíldar í Skarðskirkjugarði.
(Séra Halldóra J. Þorvarðardóttir í
Fellsmúla)
Þórir Jón Guðlaugsson,
Voðmúlastöðum
Þórir Jón Guðlaugsson var fæddur á
Selfossi 27. desember árið 1966. For-
eldrar hans eru hjónin Gróa Sæbjörg
Tyrfingsdóttir frá Lækjartúni í Ása-
hreppi og Guðlaugur Jónsson frá Norð-
urhjáleigu í Álftaveri, sem þá bjuggu í
-267-