Goðasteinn - 01.09.2005, Blaðsíða 100
Goðasteinn 2005
Magnús Finnbogason frá Lágafelli:
Jón Marteinsson og
/
Islandsklukkan
Öldin átjánda var íslendingum að flestu leyti vond öld. Sem dæmi má nefna
árið 1701, ördeyða til sjávar, mannfellir, og harðindi; 1706 miklir jarðskjálftar í
Flóa og Ölfusi; 1707 fólk hrynur úr bólusótt, talið að allt að þriðjungur lands-
manna hafi fallið. Galdrafárið enn ríkjandi á landinu; 1716-1717 mikið eldgos í
Kverkfjöllum; 1721 Kötlugos; 1724 gos í Mývatnssveit; 1727 kom upp gos í
Öræfajökli; 1728 bruninn mikli í Kaupmannahöfn; 1742 taka Hörmangarar
einokunarverslunina á leigu, löngum taldir með verstu kaupmönnum sem hér
versluðu. Síðast en ekki síst 1783 Skaftáreldar og afleiðingar þeirra, Móðu-
harðindin.
Öldin er þó ekki tómt svartnætti. Upp úr stendur að 1703 er tekið allsherjar-
manntal á landinu og mun það vera með þeim fyrstu ef ekki það fyrsta í
heiminum. Þá er einnig ráðist í það stórvirki að skrá búpening og allar jarðir á
landinu, lýsa þeim ásamt hlunnindum, eignarhaldi og ábúð: Jarðabók Arna
Magnússonar og Páls Vídalíns. Söfnun gagna í Jarðabókina var að mestu lokið
1712.
Þetta hvort tveggja eru ómetanlegar heimildir um efnahag og sögu lands og
þjóðar, þó að sem hagskýrslur verði að taka þessu með fyrirvara, menn hafa
greinilega búist við að þarna væri verið að leggja grunn að nýjum skattstofni.
Eftir því sem ég best veit er einstakt í heiminum að til séu svo víðtækar heimildir
um eina þjóð frá þessum tíma.
Marteinn Jónsson f. 1671 bjó í Stóru-Hildisey Austur-Landeyjum 1733-53, bjó
áður í Krosshjáleigu Austur-Landeyjum, foreldrar hans Jón Eyjólfsson bóndi á
Ljótarstöðum Austur-Landeyjum og kona hans Anna Jónsdóttir. Fyrri kona
Marteins var Ingibjörg Hallvarðsdóttir. Þau eignuðust 3 börn, Jón f. 1711 sem
sagt verður frá síðar, Hallvarð bónda í Gularáshjáleigu Austur- Landeyjum f.
1716 og Ingveldi húsfreyju Eystri-Klasbarða, Vestur-Landeyjum f. 1713. Mar-
teinn var hreppstjóri í Austur-Landeyjahreppi (Landeyingabók Ragnars Böðvars-
sonar).
í Jarðabók Arna Magnússonar og Páls Vídalín í byrjun 18. aldar segir um
-98-