Goðasteinn - 01.09.2005, Blaðsíða 169

Goðasteinn - 01.09.2005, Blaðsíða 169
Goðasteinn 2005 Látnir 2004 fædda dóttur. Sorgin reyndi á þau bæði og slitnaði samband þeirra. Fór þá Magga að vinna víðsvegar, var eftirsótt sem ráðskona því hún var búkona og allt lék í höndum hennar en hún vann einnig á vertíðum í landi og fór sem kokkur á sjó, einnig á togara sem sigldi með aflann. 1962 eignaðist hún Jóhönnu Rannveigu með Skafta Skúlasyni og varð Jóhanna sólargeisli hennar sem gaf henni huggun frá fyrri harmi og nýja tífsýn. Hún flutti þá heim að Bræðraminni þar sem bamið lýsti upp bæinn hjá afa og ömmu síðustu árin þeirra. Þegar skil urðu þar 1967, flutti hún með dóttur sína til Reykjavrkur en um veturinn barst henni boð frá bróður sínum Kristjáni sem þá bjó á Rauðafelli um að það vantaði ráðskonu að Núpakoti þar sem Þorvaldur Sigurjónsson bjó með móður sinni Guðlaugu Guðjónsdóttur. Þangað fór Magga með Jóhönnu og tókst á við búskapinn með Valda, hamingjusöm og stjórnsöm. Þau giftu sig 29. desember 1968. Dætur þeirra fæddust, Hafdís 1968 og Guðlaug 1972 og sannarlega varð Valdi einnig Jóhönnu sem faðir og saman tókst fjölskyldan á við ævintýri lífsins heima að Núpakoti, mætti vorkomunni sem kvaddi þar fyrst dyra undir fjöllum með lífinu sem kviknaði, blómunum sem skrýddust, farfuglunum sem sungu og lömbunum sem fæddust. Magga var vorsins barn sem hlakkaði til að hjálpa til við þá sköpun. Huga að gróðri og veita skilyrði til vaxtar, einkum í fallega garðinum hennar ofan við lækinn upp á dagteig sem hún nefndi Skrúð. Hjálpa til við sauðburðinn og bjarga lífi lambanna. Veiku lömbin voru þá borin í eldhús og hlúð að þeim þar til lífs. Hún vildi hjálpa þeim sem til hennar leituðu. Hún var dýravinur, talaði við dýrin sín og ekki gleymist Blesa sem kom að eldhúsglugganum eða Móra sem kom þar einnig til að ná sínu sambandi við húsmóðurina að Núpakoti sem gaf brauð og talaði því máli sem þau skildu. Magga bjó að sínum eðliskostum og uppeldi og reynslu frá sínu bernskuheim- ili. Ó1 dætur sínar upp eins og stóð fast á því sem henni fannst vera rétt og gat þá talað hreint út. Hún var listræn í sér og viðkvæm og tók nærri sér áföll annarra. Hún var húsmóðir hins gamla tíma, bjó allt til heimilisins sjálf og saumaði fötin öll af mikilli vandvirkni og list. Og þó að ekki væri alltaf farið eftir klukkunni í Núpakoti eins og víðast hvar annars staðar, var víst að matur var þar á sínum tíma og veisluborð var hlaðið þegar gestir, vinir og ættingjar komu þangað og veitt var af mikilli gestrisni og gleði. Dæturnar fluttu að heiman og stofnuðu sín heimili en upp úr 1992 komu Guðlaug og maður hennar Árni Gunnarsson til hjálpar við búskapinn og tóku síðan við búinu 1997 en ári síðar luku Valdi og Magga við að byggja sitt íbúðar- hús sunnar í túninu sem þau fluttu inn í þar sem þau ætluðu að njóta efri ára í nálægð dóttur og tengdasonar og barnabarna og taka þar á móti dætrunum og barnabörnunum og öðrum ættingjum sínum og vinum. -167-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.