Goðasteinn - 01.09.2005, Blaðsíða 169
Goðasteinn 2005
Látnir 2004
fædda dóttur. Sorgin reyndi á þau bæði og slitnaði samband þeirra. Fór þá Magga
að vinna víðsvegar, var eftirsótt sem ráðskona því hún var búkona og allt lék í
höndum hennar en hún vann einnig á vertíðum í landi og fór sem kokkur á sjó,
einnig á togara sem sigldi með aflann.
1962 eignaðist hún Jóhönnu Rannveigu með Skafta Skúlasyni og varð Jóhanna
sólargeisli hennar sem gaf henni huggun frá fyrri harmi og nýja tífsýn. Hún flutti
þá heim að Bræðraminni þar sem bamið lýsti upp bæinn hjá afa og ömmu síðustu
árin þeirra.
Þegar skil urðu þar 1967, flutti hún með dóttur sína til Reykjavrkur en um
veturinn barst henni boð frá bróður sínum Kristjáni sem þá bjó á Rauðafelli um að
það vantaði ráðskonu að Núpakoti þar sem Þorvaldur Sigurjónsson bjó með
móður sinni Guðlaugu Guðjónsdóttur. Þangað fór Magga með Jóhönnu og tókst á
við búskapinn með Valda, hamingjusöm og stjórnsöm. Þau giftu sig 29. desember
1968. Dætur þeirra fæddust, Hafdís 1968 og Guðlaug 1972 og sannarlega varð
Valdi einnig Jóhönnu sem faðir og saman tókst fjölskyldan á við ævintýri lífsins
heima að Núpakoti, mætti vorkomunni sem kvaddi þar fyrst dyra undir fjöllum
með lífinu sem kviknaði, blómunum sem skrýddust, farfuglunum sem sungu og
lömbunum sem fæddust.
Magga var vorsins barn sem hlakkaði til að hjálpa til við þá sköpun. Huga að
gróðri og veita skilyrði til vaxtar, einkum í fallega garðinum hennar ofan við
lækinn upp á dagteig sem hún nefndi Skrúð. Hjálpa til við sauðburðinn og bjarga
lífi lambanna. Veiku lömbin voru þá borin í eldhús og hlúð að þeim þar til lífs.
Hún vildi hjálpa þeim sem til hennar leituðu. Hún var dýravinur, talaði við dýrin
sín og ekki gleymist Blesa sem kom að eldhúsglugganum eða Móra sem kom þar
einnig til að ná sínu sambandi við húsmóðurina að Núpakoti sem gaf brauð og
talaði því máli sem þau skildu.
Magga bjó að sínum eðliskostum og uppeldi og reynslu frá sínu bernskuheim-
ili. Ó1 dætur sínar upp eins og stóð fast á því sem henni fannst vera rétt og gat þá
talað hreint út. Hún var listræn í sér og viðkvæm og tók nærri sér áföll annarra.
Hún var húsmóðir hins gamla tíma, bjó allt til heimilisins sjálf og saumaði fötin
öll af mikilli vandvirkni og list. Og þó að ekki væri alltaf farið eftir klukkunni í
Núpakoti eins og víðast hvar annars staðar, var víst að matur var þar á sínum tíma
og veisluborð var hlaðið þegar gestir, vinir og ættingjar komu þangað og veitt var
af mikilli gestrisni og gleði.
Dæturnar fluttu að heiman og stofnuðu sín heimili en upp úr 1992 komu
Guðlaug og maður hennar Árni Gunnarsson til hjálpar við búskapinn og tóku
síðan við búinu 1997 en ári síðar luku Valdi og Magga við að byggja sitt íbúðar-
hús sunnar í túninu sem þau fluttu inn í þar sem þau ætluðu að njóta efri ára í
nálægð dóttur og tengdasonar og barnabarna og taka þar á móti dætrunum og
barnabörnunum og öðrum ættingjum sínum og vinum.
-167-