Goðasteinn - 01.09.2005, Blaðsíða 54

Goðasteinn - 01.09.2005, Blaðsíða 54
Goðasteinn 2005 innilega að hann réðist á mig svo ég gæti gengið úr skugga um hvort ég réði við hann en til þess kom ekki, hann dreif sig upp á dekk, enda sjálfsagt ekki kært sig um að Snæi skærist frekar í leikinn. Ég er víst fyrir löngu búinn að greiða þessum pilti það sem hann lagði inn hjá mér. Þó gerði ég það ekki með handalögmáli og held ég að það hafi verið af því að mér fannst það aldrei gustuk. Það var yfirleitt föst venja og talið nauðsynlegt fyrir öryggi skipsins að gera að minnsta kosti einu sinni á úthaldi ketilhreinsun. Hún var í því fólgin að blásið var út af katlinum og hann látinn kólna og síðan hreinsaður vel og rækilega. Þetta tók yfirleitt hálfan annan sólarhring þar til dampur var kominn upp að nýju. Þetta þótti eins konar hátíð sem tilheyrði hverju úthaldi og skipshöfninni kærkomin, þrátt fyrir að mannskapurinn yrði að skiptast á um að standa vaktir um borð. Það var ekki fyrr en allmörgum árum síðar að svokallað hafnarfrí komst á og áttu þá allir frí í tvo sólarhringa eftir að skipið kom í höfn. Svo var það einu sinni er við komum að landi að aflokinni veiðiför að ákveðið var að gera ketilhreinsun og brugðust allir glaðir við. Á skipinu var meðal annarra ungur piltur sem var þó kominn mun lengra áleiðis til manns en ég. Við hausuðum báðir og var nokkur metingur á milli okkar hvor hausaði meira. Annars kom okkur vel saman og vorum samrýndir. Við bárum nú saman bækur okkar hvernig við gætum best varið þessum dýrmæta tíma, og varð þá fyrst að sam- komulagi að klæðast okkar bestu fötum og kom sér nú vel að búið var að sauma úr efninu sem ég keypti í Englandi og fyrr er getið. Þegar við vorum orðnir allvel til fara og að okkur fannst alls ekki óglæsilegar persónur, fannst okkur eðlilegt að við notuðum mannréttindi okkar og útlit sem við vorum síður en svo óánægðir með til að skyggnast inn á einhverjar nýjar leiðir sem heimurinn hafði á boðstólum alveg eins fyrir okkur eins og hverja aðra. Við höfðum komist á snoðir um að til þess að tryggja sér öruggan gleðskap væri heppilegasta leiðin að ná sér í vín en þannig var þá háttað áfengismálum þjóðarinnar að algjört vínbann var í landinu og þar sem við höfðum hvorugur smakkað vín áður og því síður staðið í þeim útréttingum sem nauðsynlegar virtust vera í sambandi við öflun þess, sáum við fram á að okkur mundi allmikill vandi á höndum. En þegar við höfðum sannfært hvor annan um líkamlegt atgervi okkar á ýmsum sviðum, réðumst við til atlögu og eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir hittum við loks bílstjóra sem virtist fáanlegur til að selja okkur viskíflösku fyrir 25 kr. og held ég að það hafi ráðið úrslitum að við sögðumst vera hásetar á togar- anum Jóni forseta, enda höfðum við í frammi ýmsa viðeigandi tilburði og orðbragð því til sönnunar og þar við bættist að við vorum allmikið tjörugir á höndum og með þykkt lag á úlnliðum úr sama efni. Þetta stakk mjög í stúf við -52-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.