Goðasteinn - 01.09.2005, Blaðsíða 115
Goðasteinn 2005
Kirkjustarf 2004
Kirkjustarf í Rangárþingi 2004
Rangárvall aprófastsdæmi
Úr yfirlitsskýrslu prófasts á héraðsfundi 2004:
í yfirlitsskýrslu sem þessari er ætíð stiklað á stóru. Að baki því sem hér verður rakið
býr sameiginlegt átak margra, leikra sem lærðra, á vettvangi kirkjunnar í prófastsdæminu,
þó hitt sé ekki síður vert að þakka sem vel var gert en ekki er getið um.
Messufjöldi og aðrar tölur
í Rangárvallaprófastsdæmi eru 4 prestaköll með 16 sóknum og jafn mörgum sóknar-
kirkjum. Og að auki eru 3 guðshús, sem skilgreinast sem kapellur og/eða bænhús.
Arið 2003 voru almennar guðsþjónustur í prófastsdæminu 155 talsins og aðrar
guðsþjónustur, s.s. helgi- og bænastundir, 39 talsins. Barnaguðsþjónustur og/eða kirkju-
skóli og samverur með bömum voru 167. Alls er þetta 361 athöfn. Fermd voru 56 ung-
menni, 65 böm borin til skírnar, 20 hjónavígslur og 27 greftranir.
Sóknarprestar, kórfólk og organistar prófastsdæmisins hafa leitað leiða til að auka
fjölbreytni í messuflutningi, og hafa verið áhugasamir að leggja sitt af mörkum í þessum
efnum. Auk hefðbundins helgihalds hafa poppmessur verið fluttar, barna- og fjölskyldu-
messur í heiðri hafðar þar sem leitast hefur verið við að hafa létta og skemmtilega sálma
til flutnings, blásið hefur verið til „hestaguðsþjónusta“, en þá hefur fólk tekið sig saman
og komið ríðandi til kirkju, Passíusálmar lesnir á föstunni, helgistundir í dymbilviku,
fjölbreytileg aðventukvöld í flestum kirkjum o.s.frv.
Af öllu ofangreindu má ljóst vera að mikill er sá fjöldi sem leggur fram krafta sína og
tíma í kirkjustarf í prestaköllunum. Sýnir áðurnefnt að verulegur áhugi er í söfnuðunum
að glæða safnaðarstarfið meira lífi, og gera það sem fjölbreytilegast. Er enginn vafi á því
að starf kirkjufólks innan kirkjunnar í hinum dreifðu byggðum eflir samheldni og menn-
ingu, og er íbúunum til blessunar og Guði til dýrðar.
Vísitasía vígslubiskups
í marsmánuði sl. vísiteraði sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup í Skálholti presta-
köll prófastsdæmisins, öll fyrir utan Oddaprestakall, þar sem sr. Sigurður Jónsson var í
námsleyfi og verður vígslubiskup á ferð hjá honum á vetri komanda. Vígslubiskup hitti
allar sóknarnefndir, organista, meðhjálpara og aðra er tengdust almennu safnaðarstarfi
viðkomandi kirkju og fundaði með þeim í kirkjunum sjálfum. Hann lagði áherslu á
kirkjugripi og að til væri munaskrá í hverri kirkju þar sem allt væri samviskusamlega og
nákvæmlega niðurskráð og uppfært og var sérlega áhugasamur um klukkur kirknanna.
Hann innti eftir guðsþjónustuhaldi og hvernig messur væru boðaðar. Heimafólk hafði
-113-