Goðasteinn - 01.09.2005, Blaðsíða 188
Látnir 2004
Goðasteinn 2005
að það hafi ekki kallað á nein sérstök heilbrot nýs umdæmisstjóra að ráða sér
nánasta samstarfsmann við breytingarnar. Prúðmennið Þorsteinn var þarna til
staðar, maður með yfirgripsmikla fagþekkingu, þekkingu á þjónustusvæðinu,
traustur, yfirvegaður og síðast en ekki síst maður friðar, sátta og samskiptalip-
urðar sem viðskiptamenn flestir kunnu vel að meta svo og samstarfsmenn hans.
Þorsteinn vann við góðan orðstír samfleytt frá námslokum til dauðadags hjá
Rarik.
Þann 26. desember 1972 gengu Þorsteinn og Dóróthea Antonsdóttir í hjóna-
band. Dóróthea fæddist 30. október 1950 í Vík í Mýrdal, dóttir hjónanna Antons
Guðlaugssonar sem var f. 1920, d. 1993 og Charlotte Guðlaugssonar f. 1925.
Þorsteinn og Dóróthea hófu búskap sinn í Stóragerði 25 hér á Hvolsvelli,
leigðu fyrst um sinn hjá Brynjólfi Jónssyni en á milli þeirra óx og dafnaði mikil
og gagnkvæm vinátta. Síðar byggðu þau sér hús í Norðurgarði 19, enda tvö börn
komin í heiminn en börn þeirra eru þessi í aldursröð: 1) Anton Karl bifreiðastjóri
á Hvolvelli f. 10. ágúst 1970, kvæntur Hönnu Valdísi Garðarsdóttur lyfjatækni f.
25. janúar 1973. Börn þeirra eru Birta Rós f. 1994, Daníel Garðar f. 2001 og
Þorsteinn Aron f. 2004. 2) Helga snyrtifræðingur og viðskiptafræðinemi f. 14.
júní 1974, sambýlismaður hennar er Baldur Þór Bjarnason flugmaður f. 3. júlí
1969. Dóttir hans er Hildur Vala f. 1992. 3) Þorbjörg Sif snyrtifræðingur f. 9.
mars 1981, sambýlismaður hennar er Hreimur Örn Heimisson tónlistar- og versl-
unarmaðurf. l.júlí 1978.
Arið 1997 flutti fjölskyldan frá Hvolsvelli til Reykjavíkur, þangað sem vænta
mátti aðstoðar og fjölbreyttara daglegs lífs fyrir Dórótheu. Þau bjuggu í hlýlegu
heimili í raðhúsi við Yrsufell þar sem þau bjuggu meðan bæði höfðu heilsu og
þrek til.
Þorsteinn var félagslyndur maður, starfaði um árabil með Björgunarsveitinni á
Hvolsvelli og söng um tíma með Karlakór Rangæinga. Hann var áhugasamur um
gamla muni og sögulegt hlutverk þeirra og var einn helsti hvatamaður þess að
Rarik tók að viða að sér gömlum hlutum og munum frá fyrri starfstíma fyrirtæk-
isins í því augnamiði að tengja fortíð og framtíð. Hann naut þess að dunda sér við
að endurgera gamlan Broncojeppa sem hann hafði átt lengi og kastaði ekki til
þess hendi. Hann var Bítlaaðdáandi eins og þeir gerast bestir og gat horft á sömu
bítlaspóluna aftur og aftur án þess að þreytast á henni. Hann unni sveitinni sinni á
Landi í Rangárvallasýslu og hafði fengið að gjöf landskika frá Guðsteini í
Köldukinn sem hann vafalaust hefur hugsað sér að eiga sem sælureit hefði honum
auðnast líf og heilsa. Þaðan er stutt á hálendið sem hann sótti gjarnan þegar tími
og aðstæður leyfðu. Hann var náttúrubarn sem hafði yndi af ferðalögum um
landið, ekki síst um óbyggðir þess og naut þess að dvelja þar og njóta kyrrðar og
víðáttu lands og stranda.
Þorsteinn Arnason var glæsimenni hvernig sem á hann var litið. Öll bygging
-186-